Innlent

Jónína Ben aftur komin á topp 10

Bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu Ben selst enn á nýju ári
Bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu Ben selst enn á nýju ári
Almanak Háskóla Íslands 2011 er mest selda bókin í íslenskum bókaverslunum samkvæmt lista sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tekið saman fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Listinn nær yfir fyrstu tvær vikur ársins og þarf því engan að undra að almanaksbók tróni þar á toppnum.

Í öðru sæti er matreiðslubókin Léttir réttir Rikku sem Hagkaup gefur út, þá næst almanaksbókin Konur eiga orðið allan ársins hring.

Í fjórða sætinu er mest selda íslenska skáldsagan, Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson, þá Furðustrandir Arnalds Indriðarsonar og loks almanaksbók fyrir prjónaunnendur; Prjónadagar 2011.

Topp tíu listinn í heild sinni.

  1. Almanak Háskóla Íslands 2011 - Þorsteinn Sæmundsson o.fl.
  2. Léttir réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir
  3. Konur eiga orðið allan ársins hring - Kristín Birgisdóttir
  4. Svar við bréfi Helgu - Bergsveinn Birgisson
  5. Furðustrandir - Arnaldur Indriðason
  6. Prjónadagar 2011 - Kristín Harðardóttir
  7. Önnur líf - Ævar Örn Jósepsson
  8. Punktur punktur komma strik - Pétur Gunnarsson
  9. Jónína Ben - Sölvi Tryggvason
  10. Sjálfstætt fólk - Halldór Laxness
Metsölulisti bókaverslana byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×