Föstudagsviðtalið: Skemmtilegasta giggið hingað til 11. febrúar 2011 21:00 Undanfarin fimmtán ár hefur Heiðrún Anna Björnsdóttir búið á Englandi og haslað sér völl sem lagahöfundur hjá útgáfurisanum Universal. Hún sagði Sigríði Björg Tómasdóttur frá tónlistarbransanum og samstarfinu við Simon Fuller.Heiðrún Anna Björnsdóttir var áberandi í íslensku tónlistarlífi um miðjan 10. áratuginn og söng meðal annars í hljómsveitinni Cigarette. Árið 1996 venti hún sínu kvæði í kross, hélt til Liverpool og settist á skólabekk Liverpool Institute of Performing Arts, sem bítillinn Paul McCartney setti á fót.„Ég vissi alveg hvað mig langaði til að gera þegar ég flutti út til Liverpool á sínum tíma. Mig langaði að finna kúl stráka og stofna hljómsveit," segir Heiðrún Anna. "Ég komst hins vegar fljótt að því að pöbbar og partí voru betri staðir til að finna flott lið, hætti í skólanum og stofnaði í framhaldinu hljómsveitina Gloss, ásamt trommuleikaranum Paul Maguire." Gloss fékk fljótlega samning við útgáfufyrirtækið Nude Records, sem var meðal annars með hljómsveitina Suede á sínum snærum.„Við vorum á samningi hjá þeim í þrjú ár, þar til fyrirtækið fór á hausinn. Á þeim tíma vorum við á launum hjá fyrirtækinu, auk þess sem ég var með samning sem lagahöfundur hjá EMI Publishing."Þegar fyrirtækið fór á hausinn var útgáfusamningurinn vitaskuld úr sögunni. Ekki kom þó til greina hjá Heiðrúnu Önnu annað en að halda áfram að semja tónlist og reyna að koma sér áfram í breska tónlistarbransanum. "Á þessum tíma var ég komin með meiri áhuga á raftónlist, en Gloss var eiginlega dæmigert poppband. Ég sleit því bandinu, vildi fara að gera eitthvað nýtt."Lagahöfundur og söngkonaHeiðrún Anna flutti í kjölfarið til Manchester, en eftir skamma viðdvöl flutti hún svo loks til London. „Ég bjó framan af í Liverpool því það var svo miklu ódýrara en í London." Heiðrún Anna segist hafa skrimt á stundum og kunnað vel listina að lifa á hrísgrjónum. "Já blessuð vertu, en ég sá svo sem alveg fyrir mér. Þetta hefur auðvitað gengið vel þegar ég hef verið á samningi, en verið erfiðara annars."Í London settist Heiðrún Anna að í hinu sjarmerandi Notting Hill hverfi og vann í verslun á milli þess sem hún samdi lög."Ég hef samið ótal lög eftir ég fékk fyrsta gítarinn minn. Um leið og ég var búin í vinnunni þarna í Notting Hill skaust ég upp í stúdíó á kvöldin og tók þau upp." Heiðrún Anna lék lögin sem hún var að vinna að fyrir vini sína, þar á meðal vinkonu sem átti kærasta sem var að vinna hjá útgáfurisanum Universal. Hann heyrði lögin og í kjölfarið var Heiðrúnu boðinn samningur við Universal sem lagahöfundur.Lífið sem lagahöfundur á mála hjá stórfyrirtæki hafði sína kosti og galla, segir Heiðrún Anna.„Það er mjög skemmtilegt þegar maður er að vinna með fólki sem er að gera svipaða tónlist og maður hefur sjálfur áhuga á. Og ég var send til Frakklands og Svíþjóðar til að vinna með pródúsentum og lagahöfundum að ýmsum lögum. En það komu alveg stundir þar sem ég var stödd í stúdíó með einhverjum böndum sem ég hafði engan áhuga á og maður hugsaði með sér: hvað er ég eiginlega að gera hér?"Meðfram störfum sínum fyrir Universal hefur Heiðrún sungið og samið lög fyrir hljómsveitina Cicada. Hún viðurkennir að þrátt fyrir að hafa haslað sér völl sem lagahöfundur hafi poppstjörnudraumurinn aldrei verið langt undan. Hún hafi þó oft fengið að heyra efasemdaraddir um að hún væri á réttum aldri í það hlutverk.„Jafnvel þegar ég var að syngja með Gloss þótti ég gömul. Þegar ég var 26 ára keypti umboðsmaðurinn minn handa mér hrukkukrem," segir hún og brosir.Simon Fuller á línunniHeiðrún Anna náði góðum árangri sem lagahöfundur fyrir Universal en lagasmíðar hennar bárust til eyrna sjálfs Simons Fuller, umboðsmannsins fræga sem meðal annars er maðurinn á bak við American Idol og Spice Girls. Fuller boðaði Heiðrúnu Önnu á fund til að ræða við hana um nokkur lög og enn og aftur var hún minnt á miskunnarlausa æskudýrkun tónlistarbransans.„Ég hafði klætt mig upp og gert mig fína, fannst ég algjör gella reyndar. Hann hafði heyrt nokkur lög og sat þarna og ræddi við mig um að við þyrftum að finna einhverja flotta söngkonu, einhverja flotta átján ára til að syngja lögin mín," segir Heiðrún Anna og hlær að minningunni.„Fundurinn tók svo reyndar algjöra u-beygju þegar ég spilaði fyrir hann lag sem honum fannst alveg meiri háttar og hljóma eins og mögulegur smellur. Hann fékk lagið og allt fór í gang, fyrst ætlaði hann að nota það fyrir Idol-stjörnuna Jordan Sparks en svo varð hugmyndin sú að nota lagið á endurkomuplötu Spice Girls."Heiðrún Anna gerði sér grein fyrir að þarna hafði hún fengið einstakt tækifæri til að komast á blað sem lagahöfundur hjá stórstjörnum.„Í framhaldinu var haft samband við mig frá Los Angeles þar sem Spice Girls voru að taka upp og ég beðin um að laga taktinn í laginu. En á síðustu stundu komu gömlu framleiðendurnir þeirra til sögunnar, með annað lag í farteskinu, og mínu var ýtt út. Það áttu bara að vera tvö ný lög á plötunni og mitt hefði verið annað þeirra."Heiðrún Anna viðurkennir að það hafi verið ótrúlega svekkjandi að missa af þessu tækifæri og var afar vonsvikin lengi á eftir.„Fyrir þremur mánuðum hringdi Simon Fuller aftur í mig og spurði hvort lagið væri enn á lausu. Ég sagði já og nú hefur hann það til umráða í hálft ár. Við sjáum til hvað kemur út úr því," segir hún stóísk.Fjölskyldulífið frábærtFyrir tveimur árum urðu vatnaskil í lífi Heiðrúnar þegar hún varð ófrísk að sínu fyrsta barni. Hún dró sig í hlé í tónlistinni og hætti í hljómsveitinni Cicada þegar frumburðurinn Ralph kom í heiminn."Hann er fimmtán mánaða og ég hef verið heima með hann frá fæðingu, það er annað kerfi í Bretlandi en á Íslandi, börnin byrja oft ekki fyrr en um tveggja ára í daggæslu," segir Heiðrún Anna, sem býr með barnsföður sínum, Jamie. "Við kynntumst á Ibiza fyrir nokkrum árum, í gegnum sameiginlega vini. Hann er verðbréfamiðlari, tengist tónlistarbransanum ekki neitt."Heiðrún Anna hefur komið sér fyrir ásamt fjölskyldunni í Clapham-hverfi London. "Við höfum reyndar verið að gera upp húsið undanfarna níu mánuði, iðnaðarmennirnir hafa verið mættir á morgnana klukkan átta. Það skilur enginn á Íslandi af hverju þetta tekur svona langan tíma, ég reyni bara að segja að þeir séu að gera þetta svona vel."Auk sonar þeirra á Jamie tvö börn úr fyrra sambandi og segir Heiðrún Anna fjölskyldulífið eiga vel við sig.„Þetta er skemmtilegasta giggið sem ég hef tekið hingað til, ég verð að viðurkenna það. Stundum skil ég ekki hvað dagarnir fljúga áfram, mér finnst ég alltaf vera svo upptekin, en ég veit ekki alveg við hvað. Ég hef ekki samið lag síðan Ralph kom í heiminn en nú er ég reyndar aðeins farin að huga að þessu. Ég er alltaf í sambandi við fólk hjá Universal, og svo er ég alltaf á leiðinni að gefa út sólóplötu, hún er enn á dagskránni," segir Heiðrún Anna, sem er ekki á leiðinni að flytja til Íslands.„Mér finnst alveg frábært að vera í Bretlandi, Það er hægt að gera svo margt hér, mannlífið er fjölbreytt og svo vita ekki allir allt um mann. Ég held reyndar alltaf mjög góðum tengslum við fjölskylduna mína á Íslandi og íslensku æskuvinkonurnar eru bestu vinkonur mínar enn í dag," segir Heiðrún Anna að lokum. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Undanfarin fimmtán ár hefur Heiðrún Anna Björnsdóttir búið á Englandi og haslað sér völl sem lagahöfundur hjá útgáfurisanum Universal. Hún sagði Sigríði Björg Tómasdóttur frá tónlistarbransanum og samstarfinu við Simon Fuller.Heiðrún Anna Björnsdóttir var áberandi í íslensku tónlistarlífi um miðjan 10. áratuginn og söng meðal annars í hljómsveitinni Cigarette. Árið 1996 venti hún sínu kvæði í kross, hélt til Liverpool og settist á skólabekk Liverpool Institute of Performing Arts, sem bítillinn Paul McCartney setti á fót.„Ég vissi alveg hvað mig langaði til að gera þegar ég flutti út til Liverpool á sínum tíma. Mig langaði að finna kúl stráka og stofna hljómsveit," segir Heiðrún Anna. "Ég komst hins vegar fljótt að því að pöbbar og partí voru betri staðir til að finna flott lið, hætti í skólanum og stofnaði í framhaldinu hljómsveitina Gloss, ásamt trommuleikaranum Paul Maguire." Gloss fékk fljótlega samning við útgáfufyrirtækið Nude Records, sem var meðal annars með hljómsveitina Suede á sínum snærum.„Við vorum á samningi hjá þeim í þrjú ár, þar til fyrirtækið fór á hausinn. Á þeim tíma vorum við á launum hjá fyrirtækinu, auk þess sem ég var með samning sem lagahöfundur hjá EMI Publishing."Þegar fyrirtækið fór á hausinn var útgáfusamningurinn vitaskuld úr sögunni. Ekki kom þó til greina hjá Heiðrúnu Önnu annað en að halda áfram að semja tónlist og reyna að koma sér áfram í breska tónlistarbransanum. "Á þessum tíma var ég komin með meiri áhuga á raftónlist, en Gloss var eiginlega dæmigert poppband. Ég sleit því bandinu, vildi fara að gera eitthvað nýtt."Lagahöfundur og söngkonaHeiðrún Anna flutti í kjölfarið til Manchester, en eftir skamma viðdvöl flutti hún svo loks til London. „Ég bjó framan af í Liverpool því það var svo miklu ódýrara en í London." Heiðrún Anna segist hafa skrimt á stundum og kunnað vel listina að lifa á hrísgrjónum. "Já blessuð vertu, en ég sá svo sem alveg fyrir mér. Þetta hefur auðvitað gengið vel þegar ég hef verið á samningi, en verið erfiðara annars."Í London settist Heiðrún Anna að í hinu sjarmerandi Notting Hill hverfi og vann í verslun á milli þess sem hún samdi lög."Ég hef samið ótal lög eftir ég fékk fyrsta gítarinn minn. Um leið og ég var búin í vinnunni þarna í Notting Hill skaust ég upp í stúdíó á kvöldin og tók þau upp." Heiðrún Anna lék lögin sem hún var að vinna að fyrir vini sína, þar á meðal vinkonu sem átti kærasta sem var að vinna hjá útgáfurisanum Universal. Hann heyrði lögin og í kjölfarið var Heiðrúnu boðinn samningur við Universal sem lagahöfundur.Lífið sem lagahöfundur á mála hjá stórfyrirtæki hafði sína kosti og galla, segir Heiðrún Anna.„Það er mjög skemmtilegt þegar maður er að vinna með fólki sem er að gera svipaða tónlist og maður hefur sjálfur áhuga á. Og ég var send til Frakklands og Svíþjóðar til að vinna með pródúsentum og lagahöfundum að ýmsum lögum. En það komu alveg stundir þar sem ég var stödd í stúdíó með einhverjum böndum sem ég hafði engan áhuga á og maður hugsaði með sér: hvað er ég eiginlega að gera hér?"Meðfram störfum sínum fyrir Universal hefur Heiðrún sungið og samið lög fyrir hljómsveitina Cicada. Hún viðurkennir að þrátt fyrir að hafa haslað sér völl sem lagahöfundur hafi poppstjörnudraumurinn aldrei verið langt undan. Hún hafi þó oft fengið að heyra efasemdaraddir um að hún væri á réttum aldri í það hlutverk.„Jafnvel þegar ég var að syngja með Gloss þótti ég gömul. Þegar ég var 26 ára keypti umboðsmaðurinn minn handa mér hrukkukrem," segir hún og brosir.Simon Fuller á línunniHeiðrún Anna náði góðum árangri sem lagahöfundur fyrir Universal en lagasmíðar hennar bárust til eyrna sjálfs Simons Fuller, umboðsmannsins fræga sem meðal annars er maðurinn á bak við American Idol og Spice Girls. Fuller boðaði Heiðrúnu Önnu á fund til að ræða við hana um nokkur lög og enn og aftur var hún minnt á miskunnarlausa æskudýrkun tónlistarbransans.„Ég hafði klætt mig upp og gert mig fína, fannst ég algjör gella reyndar. Hann hafði heyrt nokkur lög og sat þarna og ræddi við mig um að við þyrftum að finna einhverja flotta söngkonu, einhverja flotta átján ára til að syngja lögin mín," segir Heiðrún Anna og hlær að minningunni.„Fundurinn tók svo reyndar algjöra u-beygju þegar ég spilaði fyrir hann lag sem honum fannst alveg meiri háttar og hljóma eins og mögulegur smellur. Hann fékk lagið og allt fór í gang, fyrst ætlaði hann að nota það fyrir Idol-stjörnuna Jordan Sparks en svo varð hugmyndin sú að nota lagið á endurkomuplötu Spice Girls."Heiðrún Anna gerði sér grein fyrir að þarna hafði hún fengið einstakt tækifæri til að komast á blað sem lagahöfundur hjá stórstjörnum.„Í framhaldinu var haft samband við mig frá Los Angeles þar sem Spice Girls voru að taka upp og ég beðin um að laga taktinn í laginu. En á síðustu stundu komu gömlu framleiðendurnir þeirra til sögunnar, með annað lag í farteskinu, og mínu var ýtt út. Það áttu bara að vera tvö ný lög á plötunni og mitt hefði verið annað þeirra."Heiðrún Anna viðurkennir að það hafi verið ótrúlega svekkjandi að missa af þessu tækifæri og var afar vonsvikin lengi á eftir.„Fyrir þremur mánuðum hringdi Simon Fuller aftur í mig og spurði hvort lagið væri enn á lausu. Ég sagði já og nú hefur hann það til umráða í hálft ár. Við sjáum til hvað kemur út úr því," segir hún stóísk.Fjölskyldulífið frábærtFyrir tveimur árum urðu vatnaskil í lífi Heiðrúnar þegar hún varð ófrísk að sínu fyrsta barni. Hún dró sig í hlé í tónlistinni og hætti í hljómsveitinni Cicada þegar frumburðurinn Ralph kom í heiminn."Hann er fimmtán mánaða og ég hef verið heima með hann frá fæðingu, það er annað kerfi í Bretlandi en á Íslandi, börnin byrja oft ekki fyrr en um tveggja ára í daggæslu," segir Heiðrún Anna, sem býr með barnsföður sínum, Jamie. "Við kynntumst á Ibiza fyrir nokkrum árum, í gegnum sameiginlega vini. Hann er verðbréfamiðlari, tengist tónlistarbransanum ekki neitt."Heiðrún Anna hefur komið sér fyrir ásamt fjölskyldunni í Clapham-hverfi London. "Við höfum reyndar verið að gera upp húsið undanfarna níu mánuði, iðnaðarmennirnir hafa verið mættir á morgnana klukkan átta. Það skilur enginn á Íslandi af hverju þetta tekur svona langan tíma, ég reyni bara að segja að þeir séu að gera þetta svona vel."Auk sonar þeirra á Jamie tvö börn úr fyrra sambandi og segir Heiðrún Anna fjölskyldulífið eiga vel við sig.„Þetta er skemmtilegasta giggið sem ég hef tekið hingað til, ég verð að viðurkenna það. Stundum skil ég ekki hvað dagarnir fljúga áfram, mér finnst ég alltaf vera svo upptekin, en ég veit ekki alveg við hvað. Ég hef ekki samið lag síðan Ralph kom í heiminn en nú er ég reyndar aðeins farin að huga að þessu. Ég er alltaf í sambandi við fólk hjá Universal, og svo er ég alltaf á leiðinni að gefa út sólóplötu, hún er enn á dagskránni," segir Heiðrún Anna, sem er ekki á leiðinni að flytja til Íslands.„Mér finnst alveg frábært að vera í Bretlandi, Það er hægt að gera svo margt hér, mannlífið er fjölbreytt og svo vita ekki allir allt um mann. Ég held reyndar alltaf mjög góðum tengslum við fjölskylduna mína á Íslandi og íslensku æskuvinkonurnar eru bestu vinkonur mínar enn í dag," segir Heiðrún Anna að lokum.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira