Viðskipti innlent

Reisa stærsta sláturhús landsins

Johnny Åkerholm Forstjóri Norræna fjárfestingarbankans segir risasláturhús í Noregi umhverfisvænt.
Johnny Åkerholm Forstjóri Norræna fjárfestingarbankans segir risasláturhús í Noregi umhverfisvænt.
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lánað matvælafyrirtækinu Nortura í Noregi 315 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,6 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið vinnur að því að reisa stærsta sláturhús landsins í Malvik í Suður-Þrændalögum.

Nortura er á meðal umsvifamestu matvælafyrirtækja Noregs í kjötiðnaði og matvælavinnslu. Hjá fyrirtækinu vinna 5.800 manns í 34 verksmiðjum. Ætlunin er að í sláturhúsið færist starfsemi úr fjórum eldri sláturhúsum fyrirtækisins auk vinnslu á lamba- og nautakjöti.

Í tilkynningu frá NIB er haft eftir forstjóranum Johnny Åkerholm að á sama tíma og framleiðsla fyrirtækisins eykst með tilkomu nýs sláturhúss dragi fyrirtækið úr útblæstri koldíoxíðs út í andrúmsloftið með innleiðingu nýrrar tækni og lokunar eldri sláturhúsa. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×