Hart barist í Trípólí 25. ágúst 2011 01:00 bab al-asisiýah Uppreisnarmaður skýtur á leyniskyttur Gaddafís við fyrrum aðsetur hans. Uppreisnarmennirnir náðu staðnum á sitt vald á þriðjudag en stuðningsmenn Gaddafís hafa barist við þá þar og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. fréttablaðið/ap Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Gaddafís í Líbíu síðustu sólarhringa. Mannfall er talið vera mikið. Barist hefur verið í Bab al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem uppreisnarmennirnir tóku yfir á þriðjudag. Einnig hafa átök átt sér stað víða í suður- og miðhluta borgarinnar. Stuðningsmenn Muammars Gaddafí lokuðu veginum að flugvellinum í Trípólí í gær. Skotið var á þá sem reyndu að komast um veginn. Uppreisnarmennirnir segjast þó hafa yfirráð yfir sjálfumflugvellinum. Þrátt fyrir að uppreisnarmennirnir hafi meirihluta borgarinnar á sínu valdi er stríðinu ekki lokið því enn eru margir stuðningsmenn Gaddafís, margir þeirra þrautþjálfaðir hermenn, tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann. Uppreisnarmennirnir tilkynntu í gær að ef einhver úr innri hring Gaddafís handsamaði eða dræpi hann myndi sá hinn sami hljóta friðhelgi. Þá segja þeir að líbískur athafnamaður lofi milljón pundum í verðlaun. Þetta er talin tilraun til að auka sundurlyndi meðal stuðningsmanna Gaddafís. „Stærstu verðlaunin eru friðhelgi, ekki peningar,“ sagði Ahmed Bani, talsmaðuruppreisnarmanna, í gær. 35 erlendum blaðamönnum hefur verið hleypt út af Rixox-hótelinu í Trípólí, þar sem þeim hafði verið haldið síðan um helgina. Hótelið er á svæði þar sem harðir bardagar geisa. Götur borgarinnar eru að mestu leyti auðar og óbreyttir borgarar halda sig innan dyra. Uppreisnarmenn hafa þó komið upp varðstöðvum með nokkurra hundraða metra millibili. Uppreisnarmennirnir hafa á undanförnum mánuðum skipað eigin ríkisstjórn í Benghasí, sem hefur verið á þeirra valdi nánast frá upphafi mótmæla. Nú ætla þeir að flytja til Trípólí. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Gaddafís í Líbíu síðustu sólarhringa. Mannfall er talið vera mikið. Barist hefur verið í Bab al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem uppreisnarmennirnir tóku yfir á þriðjudag. Einnig hafa átök átt sér stað víða í suður- og miðhluta borgarinnar. Stuðningsmenn Muammars Gaddafí lokuðu veginum að flugvellinum í Trípólí í gær. Skotið var á þá sem reyndu að komast um veginn. Uppreisnarmennirnir segjast þó hafa yfirráð yfir sjálfumflugvellinum. Þrátt fyrir að uppreisnarmennirnir hafi meirihluta borgarinnar á sínu valdi er stríðinu ekki lokið því enn eru margir stuðningsmenn Gaddafís, margir þeirra þrautþjálfaðir hermenn, tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann. Uppreisnarmennirnir tilkynntu í gær að ef einhver úr innri hring Gaddafís handsamaði eða dræpi hann myndi sá hinn sami hljóta friðhelgi. Þá segja þeir að líbískur athafnamaður lofi milljón pundum í verðlaun. Þetta er talin tilraun til að auka sundurlyndi meðal stuðningsmanna Gaddafís. „Stærstu verðlaunin eru friðhelgi, ekki peningar,“ sagði Ahmed Bani, talsmaðuruppreisnarmanna, í gær. 35 erlendum blaðamönnum hefur verið hleypt út af Rixox-hótelinu í Trípólí, þar sem þeim hafði verið haldið síðan um helgina. Hótelið er á svæði þar sem harðir bardagar geisa. Götur borgarinnar eru að mestu leyti auðar og óbreyttir borgarar halda sig innan dyra. Uppreisnarmenn hafa þó komið upp varðstöðvum með nokkurra hundraða metra millibili. Uppreisnarmennirnir hafa á undanförnum mánuðum skipað eigin ríkisstjórn í Benghasí, sem hefur verið á þeirra valdi nánast frá upphafi mótmæla. Nú ætla þeir að flytja til Trípólí. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira