Viðskipti innlent

Verður ekki skráð á hlutabréfamarkað

Falt fyrirtæki Húsasmiðjan gæti verið komin í hendur nýrra eigenda fyrir áramót. Fréttablaðið/Anton
Falt fyrirtæki Húsasmiðjan gæti verið komin í hendur nýrra eigenda fyrir áramót. Fréttablaðið/Anton
Framtakssjóður Íslands hefur sett Húsasmiðjuna í söluferli. Stefnt hefur verið að því frá upphafi að selja fyrirtækið ýmist að öllu leyti eða hluta þótt ýmsir hafi látið að því liggja að hyggilegt væri að skrá það á hlutabréfamarkað.

Forsvarsmenn Framtakssjóðsins stefna að því að Húsasmiðjunni eða stórum hluta fyrirtækisins verði komið í hendur nýrra eigenda fyrir áramót.

Húsasmiðjan var um skeið í eigu Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og félaga þeim tengdum. Erlend lántaka sligaði félagið í gengishruninu og tók Landsbankinn fyrirtækið yfir haustið 2009. Húsasmiðjan tapaði 144 milljónum króna í fyrra sem var talsvert betri afkoma en árið áður. Heildareignir í lok síðasta árs námu 5,4 milljörðum króna og var eigið fé ríflega 1,4 milljarðar króna.

Húsasmiðjan er hluti af Vestia, sem Framtakssjóðurinn keypti af Landsbankanum fyrir um ári. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, vildi ekki gefa upp hugsanlegt verð. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×