Pistillinn: Góðir og slæmir ávanar Hlynur Bæringsson skrifar 20. ágúst 2011 08:00 Nordic Photos / Getty Images We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.) Pistillinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Sjá meira
We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.)
Pistillinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Sjá meira