Button: Vettel á titilinn skilið 10. október 2011 16:45 Jenson Button fagnar ásamt kærustu sinni, hinni japönsku Jessicu Michibata, föður sínum John og liðsmönnum McLaren í gær. AP MYND: Jenson Button fagnaði sigri í japanska kappakstrinum í gær á McLaren, en Button var eini ökumaðurinn sem átti tölfræðilega möguleika á því að skáka Vettel í titilslagnum fyrir mótið í Japan. Button þurfti að vinna mótið, sem hann gerði, en Vettel mátti ekki fá stig úr mótinu til að vonir Button um titilinn væru enn til staðar eftir það. Vettel náði þriðja sæti í Japan og fékk 15 stig og tryggði sér þannig meistaratitilinn í ár. Button ræsti annar af stað í mótinu í gær og reyndi að komast framúr Vettel í upphafi, en það gekk ekki upp, en hann komst framúr Vettel í 21 hring mótsins eftir þjónustuhlé og það var lykillinn að sigri hans á Suzuka brautinni. „Þetta var erfitt mót, síðustu fimm hringir voru sérlega erfiðir, þar sem ég þurfti að passa upp á dekkin og spara eldsneyti til að komast á leiðarenda. En þetta var magnaður sigur," sagði Button. „Sebastian (Vettel) sveigði í átt að mér eftir ræsinguna og nálgaðist stöðugt, þannig að ég keyrði út á grasið og þurfti að slá af. Að öðrum kosti hefði orðið hörkuárekstur í fyrstu beygju. Hann sagðist ekki hafa séð mig, fyrr en ég var að hægja á mér og ég tapaði sæti," sagði Button um mótið í gær, en við þetta atvik féll hann í þriðja sæti, á eftir Vettel og Lewis Hamilton, liðsfélaga sínum hjá Mclaren. En að lokum stóð Button uppi sem sigurvegari. „Það var gefandi að vinna sig upp og bíllinn var góður alla helgina. Þetta var tilfinningaríkur sigur. Brautin á sér mikla sögu og áhorfendur hafa verið undraverðir. Þetta er eins og sigur á heimavelli fyrir mig." Button kvaðst vilja þakka hverri einustu persónu í Japan sem hefði stutt McLaren og kvaðst vonast til að heimamenn ættu góðar minningar um mótið, vegna þess að japanska þjóðin hefur gengið í gegnum erfiða tíma á þessu ári vegna náttúruhamfaranna í mars. „Seb (Vettel) hefur skilað góðri vinnu á árinu og á titilinn skilið. Hann fékk búnað og gerði það sem hann þurfti að gera. En við getum afrekað meira á árinu. Ég hefði yndi af því að berjast til sigurs í næstu mótum. Ég tel að við séum með bílinn og liðið til að gera slíkt. Við munum sækja fram til að vinna fleiri sigra á árinu og erum á góð stað til þess. Það er lykill á góðu tímabili árið 2012," sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Jenson Button fagnaði sigri í japanska kappakstrinum í gær á McLaren, en Button var eini ökumaðurinn sem átti tölfræðilega möguleika á því að skáka Vettel í titilslagnum fyrir mótið í Japan. Button þurfti að vinna mótið, sem hann gerði, en Vettel mátti ekki fá stig úr mótinu til að vonir Button um titilinn væru enn til staðar eftir það. Vettel náði þriðja sæti í Japan og fékk 15 stig og tryggði sér þannig meistaratitilinn í ár. Button ræsti annar af stað í mótinu í gær og reyndi að komast framúr Vettel í upphafi, en það gekk ekki upp, en hann komst framúr Vettel í 21 hring mótsins eftir þjónustuhlé og það var lykillinn að sigri hans á Suzuka brautinni. „Þetta var erfitt mót, síðustu fimm hringir voru sérlega erfiðir, þar sem ég þurfti að passa upp á dekkin og spara eldsneyti til að komast á leiðarenda. En þetta var magnaður sigur," sagði Button. „Sebastian (Vettel) sveigði í átt að mér eftir ræsinguna og nálgaðist stöðugt, þannig að ég keyrði út á grasið og þurfti að slá af. Að öðrum kosti hefði orðið hörkuárekstur í fyrstu beygju. Hann sagðist ekki hafa séð mig, fyrr en ég var að hægja á mér og ég tapaði sæti," sagði Button um mótið í gær, en við þetta atvik féll hann í þriðja sæti, á eftir Vettel og Lewis Hamilton, liðsfélaga sínum hjá Mclaren. En að lokum stóð Button uppi sem sigurvegari. „Það var gefandi að vinna sig upp og bíllinn var góður alla helgina. Þetta var tilfinningaríkur sigur. Brautin á sér mikla sögu og áhorfendur hafa verið undraverðir. Þetta er eins og sigur á heimavelli fyrir mig." Button kvaðst vilja þakka hverri einustu persónu í Japan sem hefði stutt McLaren og kvaðst vonast til að heimamenn ættu góðar minningar um mótið, vegna þess að japanska þjóðin hefur gengið í gegnum erfiða tíma á þessu ári vegna náttúruhamfaranna í mars. „Seb (Vettel) hefur skilað góðri vinnu á árinu og á titilinn skilið. Hann fékk búnað og gerði það sem hann þurfti að gera. En við getum afrekað meira á árinu. Ég hefði yndi af því að berjast til sigurs í næstu mótum. Ég tel að við séum með bílinn og liðið til að gera slíkt. Við munum sækja fram til að vinna fleiri sigra á árinu og erum á góð stað til þess. Það er lykill á góðu tímabili árið 2012," sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira