Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 25. mars 2011 20:57 Margrét Kara sneri aftur á völlinn í kvöld og skoraði nítján stig fyrir KR. Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Stemmningin var góð í Toyota-höllinni í Keflavík þegar heimastúlkur tóku á móti KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna, en fyrir leikinn í kvöld var staðan 1-1 í einvíginu. Keflavík varð fyrir töluverðu áfalli í gær þegar þeirra besti leikmaður, Jacquline Adamshick, ristabrotnaði og mun ekki leika meira með á tímabilinu. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og nýr leikmaður kom til landsins í dag, en það mun vera Lisa Karic sem var ný búinn að ljúka tímabilinu hjá sér í Finnlandi og kom strax inn í liðið hjá Keflavík. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa slegið til leikmanns Hauka í deildarkeppninni fyrir stuttu, en hún átti án efa eftir að styrkja KR liðið mikið. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 8-0. Keflavík skoraði ekki stig fyrstu fjórar mínútur leiksins en staðan var 8-3 fyrir KR þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta fjórðungnum. Það tók aftur á móti Keflavík aðeins tvær mínútur að komast yfir 11-10. Staðan var 15-12 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og heimastúlkur komnar með ákveðin tök á leiknum. Í byrjun annars leikhluta tóku heimastúlkur öll völd á vellinum og komust fljótlega í 23-12 en KR-ingum virtist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Bryndís Guðmundsdóttir var að leika sérstaklega vel fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks og gaf tóninn. KR-stúlkur skoruðu ekki stig í heilar átta mínútur en varnarleikur Keflvíkinga var að reynast þeim erfiður. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta var munurinn á liðinum orðin 19 stig, 34-15, og heimastúlkur gjörsamlega að slátra KR-ingum. KR-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en þá var staðan orðin 38-25 fyrir Keflvíkinga. Heimastúlkur byrjuðu þriðja leikhluta vel og settu strax þriggja stiga körfu í andlitið á KR. Hægt og bítandi fóru gestirnir að spila almennilegan körfubolta og söxuðu á forskot Keflvíkinga. Margrét Kara kom sterk inn og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Um miðjan fjórðunginn var munurinn komin í níu stig og leikurinn heldur betur að opnast. KR-stúlkur héldu áfram sínu striki og náðu að minnka muninn í fimm stig, 53-48, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar hófu fjórða leikhlutann vel og allt í einu var munurinn aðeins tvö stig. Melissa Ann Jelterma, leikmaður KR, fékk sína fimmtu villu eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leikhlutanum og því varð hún að setjast á bekkinn og gat ekki tekið meira þátt í leiknum. Jelterma hafði leikið vel í leiknum en þegar hún varð að yfirgefa völlinn var hún með 12 stig og 14 fráköst. Í næstu sókn fékk Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, einnig sína fimmtu villu og því var útlitið orðið heldur dökkt fyrir KR-inga. Eftir villuvandræðin sáu KR-ingar aldrei til sólar og heimastúlkur juku aðeins við forskot sitt.Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 76-64, og því leiða þær einvígið 2-1 og geta með sigri í næsta leik komist í úrslit. KR-ingar mæta án efa brjálaðar til leiks í næsta leik en hann fer fram í DHL-höllinni á þeirra eigin heimavelli. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig, en hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig. Keflavík - KR 76-64 (38-25)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Stemmningin var góð í Toyota-höllinni í Keflavík þegar heimastúlkur tóku á móti KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna, en fyrir leikinn í kvöld var staðan 1-1 í einvíginu. Keflavík varð fyrir töluverðu áfalli í gær þegar þeirra besti leikmaður, Jacquline Adamshick, ristabrotnaði og mun ekki leika meira með á tímabilinu. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og nýr leikmaður kom til landsins í dag, en það mun vera Lisa Karic sem var ný búinn að ljúka tímabilinu hjá sér í Finnlandi og kom strax inn í liðið hjá Keflavík. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa slegið til leikmanns Hauka í deildarkeppninni fyrir stuttu, en hún átti án efa eftir að styrkja KR liðið mikið. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 8-0. Keflavík skoraði ekki stig fyrstu fjórar mínútur leiksins en staðan var 8-3 fyrir KR þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta fjórðungnum. Það tók aftur á móti Keflavík aðeins tvær mínútur að komast yfir 11-10. Staðan var 15-12 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og heimastúlkur komnar með ákveðin tök á leiknum. Í byrjun annars leikhluta tóku heimastúlkur öll völd á vellinum og komust fljótlega í 23-12 en KR-ingum virtist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Bryndís Guðmundsdóttir var að leika sérstaklega vel fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks og gaf tóninn. KR-stúlkur skoruðu ekki stig í heilar átta mínútur en varnarleikur Keflvíkinga var að reynast þeim erfiður. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta var munurinn á liðinum orðin 19 stig, 34-15, og heimastúlkur gjörsamlega að slátra KR-ingum. KR-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en þá var staðan orðin 38-25 fyrir Keflvíkinga. Heimastúlkur byrjuðu þriðja leikhluta vel og settu strax þriggja stiga körfu í andlitið á KR. Hægt og bítandi fóru gestirnir að spila almennilegan körfubolta og söxuðu á forskot Keflvíkinga. Margrét Kara kom sterk inn og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Um miðjan fjórðunginn var munurinn komin í níu stig og leikurinn heldur betur að opnast. KR-stúlkur héldu áfram sínu striki og náðu að minnka muninn í fimm stig, 53-48, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar hófu fjórða leikhlutann vel og allt í einu var munurinn aðeins tvö stig. Melissa Ann Jelterma, leikmaður KR, fékk sína fimmtu villu eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leikhlutanum og því varð hún að setjast á bekkinn og gat ekki tekið meira þátt í leiknum. Jelterma hafði leikið vel í leiknum en þegar hún varð að yfirgefa völlinn var hún með 12 stig og 14 fráköst. Í næstu sókn fékk Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, einnig sína fimmtu villu og því var útlitið orðið heldur dökkt fyrir KR-inga. Eftir villuvandræðin sáu KR-ingar aldrei til sólar og heimastúlkur juku aðeins við forskot sitt.Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 76-64, og því leiða þær einvígið 2-1 og geta með sigri í næsta leik komist í úrslit. KR-ingar mæta án efa brjálaðar til leiks í næsta leik en hann fer fram í DHL-höllinni á þeirra eigin heimavelli. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig, en hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig. Keflavík - KR 76-64 (38-25)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti