„Það er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að landa þessum sigri," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavík, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík leiðir nú einvígið, 2-1, í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna eftir að hafa unnið góðan sigur gegn KR, 76-64, í kvöld.
„Við sýndum flottan karakter í þessum leik og þetta var algjör sigur liðsheildarinnar, en ég er með alveg frábært lið í höndunum," sagði Jón Halldór.
„Síðasti sólahringur hefur verið erfiður fyrir okkur en mér fannst stelpurnar standa sig alveg frábærlega í kvöld og ég er stoltur af þeim. Við spiluðum alveg einstaklega vel í fyrri hálfleik og KR-ingar áttu erfitt með að komast í gegnum vörnina okkar en það lagði gruninn af þessum sigri," sagði Jón Halldór.
„Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það hefði ekki farið um mig í fjórða leikhlutanum þegar KR minnkaði muninn í tvö stig, en mér fannst karakterinn í liðinu vera það góður að þetta var í raun aldrei spurning," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, sáttur eftir sigurinn í kvöld.
Jón Halldór: Sýndum frábæran karakter
Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
