Ríkisendurskoðun: Bændasamtökin með of víðtækt stjórnsýsluhlutverk 25. mars 2011 16:45 Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Bændasamtökum Íslands hefur verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála. Þetta er álit Ríkisendurskoðunar sem fram kemur í nýrri skýslu en þar segir að endurskoða þrufi fyrirkomulagið. Þá verði stjórnvöld að efla eftirlit sitt með framlögum til landbúnaðar. Í skýrslunni kemur fram sú skoðun Ríkisendurskoðunar að óæskilegt sé að Bændasamtökin annist bæði framkvæmd stjórnsýsluverkefna og eftirlit með henni. Er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hvatt til að hafa frumkvæði að endurskoðun fyrirkomulagsins. Þá telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytið þurfi að fylgjast betur en nú með hvort ráðstöfun ríkisframlaga til landbúnaðar sé í samræmi við lög, reglur og samninga og skili þeim árangri sem til er ætlast. „Alþingi og stjórnvöld hafa falið Bændasamtökum Íslands, sem eru hagsmunasamtök bænda, framkvæmd margvíslegra stjórnsýsluverkefna á sviði landbúnaðarmála og eftirlit með henni. Meðal annars taka samtökin ákvarðanir um opinberar greiðslur til bænda, annast útreikning þeirra og afgreiðslu. Einnig sinna samtökin ráðgjöf við stjórnvöld og fulltrúar þeirra sitja í nefndum sem taka ákvarðanir um landbúnaðarmál. Þá annast samtökin áætlana- og hagskýrslugerð um landbúnað,“ segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. „Hingað til hefur ráðuneytið nýtt gögn og þekkingu um landbúnað sem Bændasamtökin búa yfir. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf ráðuneytið að tryggja að það hafi ávallt greiðan aðgang að upplýsingum um landbúnaðarmál, t.d. með því að stofnun á þess vegum afli og vinni úr slíkum upplýsingum. Þá telur Ríkisendurskoðun óæskilegt að samtökunum sé falið að gera hagskýrslur um landbúnað enda verði óhlutdrægni slíkra skýrslna að vera hafin yfir vafa,“ segir ennfremur. „Samkvæmt lögum annast Matvælastofnun ýmsa stjórnsýslu á sviði landbúnaðarmála. Stofnunin hefur að hluta til útvistað þessum verkefnum til Bændasamtakanna með samningi. Að mati Ríkisendurskoðunar væri æskilegt að hún annaðist þau sjálf.“ Loks telur Ríkisendurskoðun að samningar stjórnvalda við Bændasamtökin „þurfi að kveða skýrt á um hvort og þá að hve miklu leyti fjárreiðulög, stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um opinber innkaup gildi um þau verkefni sem þar er mælt fyrir um.“ Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Bændasamtökum Íslands hefur verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála. Þetta er álit Ríkisendurskoðunar sem fram kemur í nýrri skýslu en þar segir að endurskoða þrufi fyrirkomulagið. Þá verði stjórnvöld að efla eftirlit sitt með framlögum til landbúnaðar. Í skýrslunni kemur fram sú skoðun Ríkisendurskoðunar að óæskilegt sé að Bændasamtökin annist bæði framkvæmd stjórnsýsluverkefna og eftirlit með henni. Er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hvatt til að hafa frumkvæði að endurskoðun fyrirkomulagsins. Þá telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytið þurfi að fylgjast betur en nú með hvort ráðstöfun ríkisframlaga til landbúnaðar sé í samræmi við lög, reglur og samninga og skili þeim árangri sem til er ætlast. „Alþingi og stjórnvöld hafa falið Bændasamtökum Íslands, sem eru hagsmunasamtök bænda, framkvæmd margvíslegra stjórnsýsluverkefna á sviði landbúnaðarmála og eftirlit með henni. Meðal annars taka samtökin ákvarðanir um opinberar greiðslur til bænda, annast útreikning þeirra og afgreiðslu. Einnig sinna samtökin ráðgjöf við stjórnvöld og fulltrúar þeirra sitja í nefndum sem taka ákvarðanir um landbúnaðarmál. Þá annast samtökin áætlana- og hagskýrslugerð um landbúnað,“ segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. „Hingað til hefur ráðuneytið nýtt gögn og þekkingu um landbúnað sem Bændasamtökin búa yfir. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf ráðuneytið að tryggja að það hafi ávallt greiðan aðgang að upplýsingum um landbúnaðarmál, t.d. með því að stofnun á þess vegum afli og vinni úr slíkum upplýsingum. Þá telur Ríkisendurskoðun óæskilegt að samtökunum sé falið að gera hagskýrslur um landbúnað enda verði óhlutdrægni slíkra skýrslna að vera hafin yfir vafa,“ segir ennfremur. „Samkvæmt lögum annast Matvælastofnun ýmsa stjórnsýslu á sviði landbúnaðarmála. Stofnunin hefur að hluta til útvistað þessum verkefnum til Bændasamtakanna með samningi. Að mati Ríkisendurskoðunar væri æskilegt að hún annaðist þau sjálf.“ Loks telur Ríkisendurskoðun að samningar stjórnvalda við Bændasamtökin „þurfi að kveða skýrt á um hvort og þá að hve miklu leyti fjárreiðulög, stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um opinber innkaup gildi um þau verkefni sem þar er mælt fyrir um.“
Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira