Tillögur í skólamálum kynntar - segjast spara milljarð 3. mars 2011 15:03 Frá fundi borgarráðs í dag. Sparnaðartillögur hjá grunn-, leikskólum og frístundaheimilum voru kynntar í borgarráði í dag. Þær miða að því að finna yfir 300 ný leikskólapláss, bæta nýtingu húsnæðis borgarinnar til muna og minnka kostnað við yfirbyggingu í skólakerfi borgarinnar verulega. „Alls eru tillögur hópsins 23. Lagt er til að yfirstjórn skóla og frístundaheimila verði sameiginleg í allri borginni frá og með hausti 2012. Fjórtán tillögur snúa að sameiningum 30 leikskóla, 3 tillögur að sameiningum 6 grunnskóla og 3 að breytingum á skólastarfi í 4 grunnskólum. Þá snúa 2 tillögur að sameiningum leik- og grunnskóla og frístundaheimila. Sameiningar stofnana koma til framkvæmda á þessu ári,“ segir í tilkynningu. Þá segir að gert sé ráð fyrir að skipulagsbreytingar í leik-, grunnskólum og frístundaheimilum skili rúmlega 300 milljónum króna strax á næsta ári en að alls sparist um 1,1 milljarður fram til ársins 2014. „Tillögurnar gera ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar komi í veg fyrir þörf á nýjum byggingum fyrir leik- og grunnskóla upp á ríflega 2 milljarða kr. á næstu 4 árum, en von er á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar á árinu. Með því að sleppa framkvæmdum sparast auk þessara tveggja milljarða árlegur rekstrarkostnaður vegna hita, rafmagns og þess háttar upp á 116 mkr. eða um 348 mkr. á næstu 4 árum.“ „Með því að lækka kostnað við yfirstjórn, nýta húsnæði grunnskólanna betur, endurskipuleggja frístundastarf og nota færanlegar stofur við eldri leikskóla næst fram mikil hagræðing. Þá hefur vinna starfshópsins leitt til þess að biðlistar á leikskólum munu lítið sem ekkert lengjast. Ennfremur var það talið mikilvægt að sem flest börn haldi áfram í sínum leik- og grunnskóla og verði ekki vör við þessar breytingar. Sjá fagleg rök í skýrslu starfshópsins.“ Allar upplýsingar eru jafnframt aðgengilegar á sérstökum vef menntasviðs. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Sparnaðartillögur hjá grunn-, leikskólum og frístundaheimilum voru kynntar í borgarráði í dag. Þær miða að því að finna yfir 300 ný leikskólapláss, bæta nýtingu húsnæðis borgarinnar til muna og minnka kostnað við yfirbyggingu í skólakerfi borgarinnar verulega. „Alls eru tillögur hópsins 23. Lagt er til að yfirstjórn skóla og frístundaheimila verði sameiginleg í allri borginni frá og með hausti 2012. Fjórtán tillögur snúa að sameiningum 30 leikskóla, 3 tillögur að sameiningum 6 grunnskóla og 3 að breytingum á skólastarfi í 4 grunnskólum. Þá snúa 2 tillögur að sameiningum leik- og grunnskóla og frístundaheimila. Sameiningar stofnana koma til framkvæmda á þessu ári,“ segir í tilkynningu. Þá segir að gert sé ráð fyrir að skipulagsbreytingar í leik-, grunnskólum og frístundaheimilum skili rúmlega 300 milljónum króna strax á næsta ári en að alls sparist um 1,1 milljarður fram til ársins 2014. „Tillögurnar gera ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar komi í veg fyrir þörf á nýjum byggingum fyrir leik- og grunnskóla upp á ríflega 2 milljarða kr. á næstu 4 árum, en von er á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar á árinu. Með því að sleppa framkvæmdum sparast auk þessara tveggja milljarða árlegur rekstrarkostnaður vegna hita, rafmagns og þess háttar upp á 116 mkr. eða um 348 mkr. á næstu 4 árum.“ „Með því að lækka kostnað við yfirstjórn, nýta húsnæði grunnskólanna betur, endurskipuleggja frístundastarf og nota færanlegar stofur við eldri leikskóla næst fram mikil hagræðing. Þá hefur vinna starfshópsins leitt til þess að biðlistar á leikskólum munu lítið sem ekkert lengjast. Ennfremur var það talið mikilvægt að sem flest börn haldi áfram í sínum leik- og grunnskóla og verði ekki vör við þessar breytingar. Sjá fagleg rök í skýrslu starfshópsins.“ Allar upplýsingar eru jafnframt aðgengilegar á sérstökum vef menntasviðs.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira