Íslenski boltinn

Berglind Björg kölluð til Algarve

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur valið Berglindi Björg Þorvaldsdóttur úr ÍBV inn í hópinn sem tekur nú þátt á Algarve-bikarnum í Portúgal en íslenska liðið vann sögulegan sigur á Svíum í fyrsta leiknum í gær.

Berglind fyllir skarðið sem Kristín Ýr Bjarnadóttir skilur eftir sig en hún á við meiðsli að stríða og hefur verið ákveðið að hún fari heim til Íslands. Berglind heldur til Algarve í dag og verður komin í tæka tíð fyrir leikinn gegn Kína á morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Nokkrir leikmenn eiga við smávægileg meiðsli að stríða og var sem dæmi Dóra María Lárusdóttir ekki á leikskýrslu í gær vegna meiðsla líkt og Kristín Ýr.

Þá urðu þær Thelma Björk Einarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir fyrir meiðslum í leiknum í gær. Þær fóru í myndatöku, reyndust óbrotnar og það á eftir að koma í ljós hvort þær verði leikfærar gegn Kínverjum á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×