Innlent

Ný áfengislög fela í sér mismunun

Innlendum framleiðendum er mismunað í nýju frumvarpi Innanríkisráðherra um áfengislög að mati framkvæmdarstjóra félags atvinnurekenda. Hann furðar sig á því að frumvarpið sé í fullkominni andstöðu við skýrslu starfshóps fjármálaráðherra.

Um er að ræða stjórnarfrumvarp um breytingar á áfengislögum sem Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra leggur fram en í frumvarpinu segir meðal annars að hvers konar auglýsingar og aðrar viðskiptaorðsendingar til markaðssetningar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar.

Bannið nái þó ekki til auglýsinga á erlendu tungumáli í erlendu prentriti, né til erlendra endurvarpsrása, þegar þær eru í samræmi við lög útsendingarlandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×