Innlent

Stefna á að sigla fram í nóvember

Mynd/Pjetur
Ferðmannaútgerðin á Jökulsárlóni, sem í fyrstu stóð aðeins yfir hásumarið, hefur lengst upp í það að verða sex mánaða vertíð og er nú stefnt að því að halda siglingum fram í nóvember.

Þetta byrjaði allt með James Bond-myndinni A view to a kill fyrir 27 árum en heimamenn gripu tækifærið og nýttu sér auglýsinguna. Fyrstu árin var siglt með ferðamenn í þrjá mánuði en nú er tímabilið orðið hálft ár og í fyrra sigldu hjólabátarnir með yfir 64 þúsund manns um lónið. Fyrr í sumar blés hins vegar ekki byrlega því vertíðin í ár hófst með öskumistri úr Grímsvatnagosi og í júlí rofnaði hringvegurinn vegna Kötluhlaups.

Yfir þrjátíu starfsmenn hafa unnið við siglingarnar í sumar og þegar mest var um að vera sigldu yfir þúsund manns á dag á bátum fyrirtækisins. Nú í september eru enn yfir 200 ferðamenn á dag að kaupa sér far.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×