Innlent

Hvetja til stofnunar ríkisolíufélags

Fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hvetur íslensk stjórnvöld til að stofna ríkisolíufélag í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu og telur að mikill áhugi verði á væntanlegu útboði.

Nú eru aðeins tuttugu dagar þar til annað olíuleitarútboð Íslendinga hefst en af því tilefni efndi viðskiptafræðideild Háskóla Íslands til fundar í dag um olíuleitina. Fulltrúar Orkustofnunar og iðnaðaráðuneytis fóru þar yfir möguleikana á Drekasvæðinu og hvernig lögum hefði verið breytt frá fyrsta útboðinu til að gera útboðið áhugaverðara fyrir olíufélög.

Á fundinum hvatti sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PricewaterhouseCoopers til þess að Íslendingar stofnuðu ríkisolíufélag.

Halldór sagði PricewaterhouseCoopers telja að gríðarlegir þjóðhagslegir hagsmunir væru í húfi með Drekaútboðinu og þar væru menn sannfærðir um að áhugi væri á útboðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×