Loks kominn með bílpróf eftir áratugs þrautagöngu 13. september 2011 08:00 Mynd úr safni. „Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
„Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira