Viðskipti erlent

iPad vinsælasta spjaldtölvan á internetinu

Samkvæmt comScore eru flestir notendur iPad 25-34 ára gamlir.
Samkvæmt comScore eru flestir notendur iPad 25-34 ára gamlir. mynd/AFP
Samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsóknar fyrirtækisins comScore er iPad vinsælasta spjaldtölva Internetsins. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að 97.2% af þeim sem nota spjaldtölvur á Internetinu noti spjaldtölvuna vinsælu frá Apple.

Talið var að vinsældir Android spjaldtölva væru sífellt að aukast en comScore telur að slíkar hugmyndir séu einfaldlega ótímabærar. Í raun eru vinsældir iPad svo miklar að spjaldtölvan hefur tekið fram úr internetnotkun iPhone, snjallsíma Apple.

Í tilkynningu comScore kemur fram að snjallsímar knúnir af Android stýrikerfinu séu mest notaðir á internetinu.

Einnig greindi comScore frá því að þrír af hverjum fimm sem nota iPad á internetinu stundi samskiptasíður og uppfæri þær að minnsta kosti einu sinni í mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×