Gæðastimpill fyrir allt fræðasamfélagið 11. október 2011 04:00 Háleitt markmið Í janúar 2007 undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir rektor og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, samning um aukafjárframlag til skólans. Þá var kynnt það markmið að koma HÍ á lista 100 bestu, sem þótti frekar bratt.fréttablaðið/gva Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira