Innlent

Níumenningarnir fyrir dóm: Þriggja daga réttarhöld

Fyrir utan Alþingihúsið 8. desember 2008. Mynd/Arnþór Birgisson
Fyrir utan Alþingihúsið 8. desember 2008. Mynd/Arnþór Birgisson
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hefst í Héraðsdómur Reykjavíkur á morgun. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga.

Í ákæru Láru V. Júlíusdóttur, setts ríkissaksóknara í málinu, eru níumenningarnir sagðir hafa í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Þeir eru ákærðir fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, brot gegn almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot. Níumenningarnir eru ákærðir á grundvelli 100. greinar hegningarlaganna en það var síðast gert eftir mótmælin á Austurvelli þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið í mars 1949.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×