Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna 25. janúar 2011 21:15 Séra Örn Bárður Jónsson. Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. Í grein drengsins, sem birt var sem lesendabréf á vefnum Vantrú, velur hann ummæli sem Örn Bárður, sem einnig er stjórnlagaþingmaður, lét falla í tengslum við framboð sitt til stjórnlagaþings. Greinin ber titilinn „Hinn sannleiksleitandi og umburðarlyndi stjórnlagaþingmaður - Örn Bárður Jónsson." Í greininni segir drengurinn meðal annars: „Eitt það besta við veru séra Örns Bárðar á stjórnlagaþingi er að hann fær þau sjálfsögðu réttindi að hafa stórt og mikið atkvæði þegar kemur að eigin launatjékka. Hvað finnst honum um Þjóðkirkjuna?" Drengurinn setti einnig athugasemd við nýjustu prédíkun Arnar Bárðar á bloggsíður prestsins. Athugasemdin var þurrkuð út en á spjallþræði Vantrúar greinir drengurinn frá því að hann hafi fengið tölvupóst frá Erni Bárði: „Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði." Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann. Blaðamaður Vísis ræddi einnig við drenginn sem sagði ritdeiluna við Örn hafa snúist um þá staðhæfingu prestsins „að guð væri algóður." Hann hafi því sett í athugasemd lista yfir þá sjúkdóma sem hrjái mannkynið til að sýna fram á hve góður guð væri. Niðurstaðan að mati prestsins hefði verið sú að benda honum á hvar geðdeild væri að finna. Foreldrar drengsins sögðu hann hafa skrifað fjölda greina gegnum árin, hann léti sig þjóðfélagsmál miklu varða og hefði jafnvel gefið út bækur. Þau sögðu enga eftirmála vera í málinu af sinni hálfu en vissulega væru viðbrögð séra Arnar Bárðar umhugsunarverð. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. Í grein drengsins, sem birt var sem lesendabréf á vefnum Vantrú, velur hann ummæli sem Örn Bárður, sem einnig er stjórnlagaþingmaður, lét falla í tengslum við framboð sitt til stjórnlagaþings. Greinin ber titilinn „Hinn sannleiksleitandi og umburðarlyndi stjórnlagaþingmaður - Örn Bárður Jónsson." Í greininni segir drengurinn meðal annars: „Eitt það besta við veru séra Örns Bárðar á stjórnlagaþingi er að hann fær þau sjálfsögðu réttindi að hafa stórt og mikið atkvæði þegar kemur að eigin launatjékka. Hvað finnst honum um Þjóðkirkjuna?" Drengurinn setti einnig athugasemd við nýjustu prédíkun Arnar Bárðar á bloggsíður prestsins. Athugasemdin var þurrkuð út en á spjallþræði Vantrúar greinir drengurinn frá því að hann hafi fengið tölvupóst frá Erni Bárði: „Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði." Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann. Blaðamaður Vísis ræddi einnig við drenginn sem sagði ritdeiluna við Örn hafa snúist um þá staðhæfingu prestsins „að guð væri algóður." Hann hafi því sett í athugasemd lista yfir þá sjúkdóma sem hrjái mannkynið til að sýna fram á hve góður guð væri. Niðurstaðan að mati prestsins hefði verið sú að benda honum á hvar geðdeild væri að finna. Foreldrar drengsins sögðu hann hafa skrifað fjölda greina gegnum árin, hann léti sig þjóðfélagsmál miklu varða og hefði jafnvel gefið út bækur. Þau sögðu enga eftirmála vera í málinu af sinni hálfu en vissulega væru viðbrögð séra Arnar Bárðar umhugsunarverð.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira