Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna 25. janúar 2011 21:15 Séra Örn Bárður Jónsson. Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. Í grein drengsins, sem birt var sem lesendabréf á vefnum Vantrú, velur hann ummæli sem Örn Bárður, sem einnig er stjórnlagaþingmaður, lét falla í tengslum við framboð sitt til stjórnlagaþings. Greinin ber titilinn „Hinn sannleiksleitandi og umburðarlyndi stjórnlagaþingmaður - Örn Bárður Jónsson." Í greininni segir drengurinn meðal annars: „Eitt það besta við veru séra Örns Bárðar á stjórnlagaþingi er að hann fær þau sjálfsögðu réttindi að hafa stórt og mikið atkvæði þegar kemur að eigin launatjékka. Hvað finnst honum um Þjóðkirkjuna?" Drengurinn setti einnig athugasemd við nýjustu prédíkun Arnar Bárðar á bloggsíður prestsins. Athugasemdin var þurrkuð út en á spjallþræði Vantrúar greinir drengurinn frá því að hann hafi fengið tölvupóst frá Erni Bárði: „Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði." Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann. Blaðamaður Vísis ræddi einnig við drenginn sem sagði ritdeiluna við Örn hafa snúist um þá staðhæfingu prestsins „að guð væri algóður." Hann hafi því sett í athugasemd lista yfir þá sjúkdóma sem hrjái mannkynið til að sýna fram á hve góður guð væri. Niðurstaðan að mati prestsins hefði verið sú að benda honum á hvar geðdeild væri að finna. Foreldrar drengsins sögðu hann hafa skrifað fjölda greina gegnum árin, hann léti sig þjóðfélagsmál miklu varða og hefði jafnvel gefið út bækur. Þau sögðu enga eftirmála vera í málinu af sinni hálfu en vissulega væru viðbrögð séra Arnar Bárðar umhugsunarverð. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. Í grein drengsins, sem birt var sem lesendabréf á vefnum Vantrú, velur hann ummæli sem Örn Bárður, sem einnig er stjórnlagaþingmaður, lét falla í tengslum við framboð sitt til stjórnlagaþings. Greinin ber titilinn „Hinn sannleiksleitandi og umburðarlyndi stjórnlagaþingmaður - Örn Bárður Jónsson." Í greininni segir drengurinn meðal annars: „Eitt það besta við veru séra Örns Bárðar á stjórnlagaþingi er að hann fær þau sjálfsögðu réttindi að hafa stórt og mikið atkvæði þegar kemur að eigin launatjékka. Hvað finnst honum um Þjóðkirkjuna?" Drengurinn setti einnig athugasemd við nýjustu prédíkun Arnar Bárðar á bloggsíður prestsins. Athugasemdin var þurrkuð út en á spjallþræði Vantrúar greinir drengurinn frá því að hann hafi fengið tölvupóst frá Erni Bárði: „Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði." Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann. Blaðamaður Vísis ræddi einnig við drenginn sem sagði ritdeiluna við Örn hafa snúist um þá staðhæfingu prestsins „að guð væri algóður." Hann hafi því sett í athugasemd lista yfir þá sjúkdóma sem hrjái mannkynið til að sýna fram á hve góður guð væri. Niðurstaðan að mati prestsins hefði verið sú að benda honum á hvar geðdeild væri að finna. Foreldrar drengsins sögðu hann hafa skrifað fjölda greina gegnum árin, hann léti sig þjóðfélagsmál miklu varða og hefði jafnvel gefið út bækur. Þau sögðu enga eftirmála vera í málinu af sinni hálfu en vissulega væru viðbrögð séra Arnar Bárðar umhugsunarverð.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira