Bóksalar borguðu sjálfum sér nær tvöfalda húsaleigu 24. febrúar 2011 06:00 Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði. Húsaleiga BMM nam 3,4 milljónum króna á mánuði undir lok árs 2009, samkvæmt ársreikningi verslunarinnar. Þetta er 30 til 35 prósenta hærra leiguverð en í sambærilegu verslunarrými í nágrenni bókabúðarinnar við Laugaveg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Starfsfólki BMM var tilkynnt fyrir viku að hún væri farin í þrot og var dyrum hennar skellt í lás. Kaupangur keypti húsið sem verslunin var í árið 2007. Á sama tíma átti Penninn-Eymundsson rekstur bókabúðarinnar. Penninn varð gjaldþrota snemma árs 2009 og tók Nýja Kaupþing, nú Arion banki, reksturinn yfir. Forsvarsmenn Kaupangs vildu í kjölfarið hækka leigu bókaverslunarinnar úr um 1,8 milljónum króna í 3,4 milljónir, eða um tæp hundrað prósent. Eftir því sem næst verður komist voru rökin þau að hátt verð hefði verið greitt fyrir fasteignina og yrði Kaupangur því að krefjast hárrar húsaleigu. Samningar náðust ekki og lauk samstarfi Pennans og Kaupangs með því að Arion banki flutti rekstur verslunarinnar upp á Skólavörðustíg. Flest starfsfólk fór sömu leið. Þrátt fyrir þetta ákváðu þeir Jóhannes Sigurðsson og Bjarki Júlíusson, eigendur Kaupangs, að halda rekstri bókaverslunarinnar áfram. Viðmælendur Fréttablaðsins sem reka verslanir við Laugaveg, úr röðum fyrrverandi starfsfólks BMM og Pennans-Eymundsson sem komu að samningum um leiguverðið á sínum tíma segja erfitt að reka verslun með svo hárri húsaleigu. Það skýri að stórum hluta ástæðu þess að verslunin fór í þrot. Jóhannes Sigurðsson, stjórnarformaður BMM, vildi ekki tjá sig um leiguverðið við blaðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins telja einhverjir birgjar BMM að semja hefði átt við þá áður en verslunin fór í þrot og íhuga málshöfðun. Jóhannes segir að reynt verði að lágmarka tap birgja.- jab Fréttir Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði. Húsaleiga BMM nam 3,4 milljónum króna á mánuði undir lok árs 2009, samkvæmt ársreikningi verslunarinnar. Þetta er 30 til 35 prósenta hærra leiguverð en í sambærilegu verslunarrými í nágrenni bókabúðarinnar við Laugaveg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Starfsfólki BMM var tilkynnt fyrir viku að hún væri farin í þrot og var dyrum hennar skellt í lás. Kaupangur keypti húsið sem verslunin var í árið 2007. Á sama tíma átti Penninn-Eymundsson rekstur bókabúðarinnar. Penninn varð gjaldþrota snemma árs 2009 og tók Nýja Kaupþing, nú Arion banki, reksturinn yfir. Forsvarsmenn Kaupangs vildu í kjölfarið hækka leigu bókaverslunarinnar úr um 1,8 milljónum króna í 3,4 milljónir, eða um tæp hundrað prósent. Eftir því sem næst verður komist voru rökin þau að hátt verð hefði verið greitt fyrir fasteignina og yrði Kaupangur því að krefjast hárrar húsaleigu. Samningar náðust ekki og lauk samstarfi Pennans og Kaupangs með því að Arion banki flutti rekstur verslunarinnar upp á Skólavörðustíg. Flest starfsfólk fór sömu leið. Þrátt fyrir þetta ákváðu þeir Jóhannes Sigurðsson og Bjarki Júlíusson, eigendur Kaupangs, að halda rekstri bókaverslunarinnar áfram. Viðmælendur Fréttablaðsins sem reka verslanir við Laugaveg, úr röðum fyrrverandi starfsfólks BMM og Pennans-Eymundsson sem komu að samningum um leiguverðið á sínum tíma segja erfitt að reka verslun með svo hárri húsaleigu. Það skýri að stórum hluta ástæðu þess að verslunin fór í þrot. Jóhannes Sigurðsson, stjórnarformaður BMM, vildi ekki tjá sig um leiguverðið við blaðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins telja einhverjir birgjar BMM að semja hefði átt við þá áður en verslunin fór í þrot og íhuga málshöfðun. Jóhannes segir að reynt verði að lágmarka tap birgja.- jab
Fréttir Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira