Erlent

Búa til fíkniefni úr alnæmislyfjum

Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.

Óttast er að nýtt fíkniefni geti ógnað verulega baráttu Suður-Afríkumanna gegn alnæmi þar í landi.

Fíkniefnið, sem er kallað Whoonga, er í raun fíkniefnablanda, þar sem lyfseðilsskyld lyf eru notuð, meðal annars lyf gegn alnæmi. Þau eru brytjuð niður og svo blönduð saman við rottueitur. Fíklarnir reykja síðan efnið.

Fíkniefnið er gríðarlega ávanabindandi samkvæmt fréttamiðlum þar í landi en eftirsóknin gerir það að verkum að fíkniefnasalar stela öllum alnæmislyfjum, sem þeir koma höndum yfir, víðsvegar um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×