Erlent

Tölvuþrjótur hrindir af stað öryggisbreytingum á Facebook

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg.

Samskiptavefurinn Facebook hyggst stórauka öryggi vefsins sem er mest sótti samskiptavefur veraldar. Ástæðan eru ófarir eiganda Facebook.

Það var fyrr í vikunni sem tölvuþrjótur braust inn í tölvu Mark Zuckerbergs, stofnanda og eiganda Facebook, og skrifaði á vegginn hjá honum að vefurinn ætti ekki að leita fjármagns í bönkum, heldur gefa notendum tækifæri á að fjárfesta í Facebook.

Átján hundruð manns líkuðu við hugmyndina. Stuttu síðar var færslan fjarlægð af veggnum.

Í ljós kom að tölvuþrjótur hafði brotist inn á reikning Zuckerbergs með fyrrgreindum afleiðingum. Enginn hefur tekið ábyrgð á hrekknum.

Fyrir vikið hefur Zukerberg ákveðið að stórauka öryggisráðstafanir á vefnum. Meðal annars verður neytendum boðið upp á einnota aðgagnsorð. Facebook hefur geið út tilkynningu þar sem fram kemur að flókin öryggiskerfi hafi verið hönnuð til þess að koma í veg fyrir að brotist verði inn á reikninga fólks.

Því mega Facebook-notendur búast við talsverðum breytingum á vefjum sínum á næstu dögum og vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×