Erlent

Þjóðverjar minnast helfararinnar

Alræmdustu útrýmingabúðum nasista var lokað á þessum degi fyrir 66 árum síðan.
Alræmdustu útrýmingabúðum nasista var lokað á þessum degi fyrir 66 árum síðan.

Þjóðverjar minnast í dag helfararinnar en þá eru liðin 66 ár síðan útrýmingabúðunum Auschwitz var lokað.

Þá verður einnig í fyrsta skiptið minnst sígauna, eða Róma fólk, sem voru myrtir í seinni heimstyrjöldinni, en sérfræðingar áætla að á bilinu tvö hundruð til fimm hundruð þúsund sígaunar hafi verið myrtir í útrýmingabúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni.

Sex milljónir gyðinga voru myrtir í helförinni. Auschwitz eru alræmdustu útrýmingabúðirnar en það voru Rússar sem lokuðu búðunum árið 1945.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×