Erlent

Íbúar Jemen mótmæla

Mótmæli í Jemen.
Mótmæli í Jemen.

Þúsundir íbúa í Jemen mótmæla nú í höfuðborg landsins, Sanaa, og krefjast þess að forseti landsins segi af sér. Mótmælin koma í kjölfar byltingarinnar í Túnis og harðra mótmæla í Egyptalandi.

Forseti landsins hefur verið við völd síðan 1978. Hann var síðast kosinn til valda 2006. Mikil mótmælaalda fer um mið-austurlönd eftir byltinguna í Túnis. Íbúar Jemen eru æfir eftir að þingið reyndi að fá samþykktar tilslakanir um tímalengd embættis forseta landsins, sem gæti tryggt núverandi forseta æviráðningu í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×