Erlent

Baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra myrtur í Úganda

David Kato var skotinn í höfuðið.
David Kato var skotinn í höfuðið.

Þekktasti baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda hefur verið myrtur samkvæmt BBC. Lögreglan hefur staðfest a David Kato hafi verið skotinn á heimili sínu.

David fór meðal annars í mál við úganska dagblaðið Rolling Stone þar sem hann var sakaður um að vera samkynhneigður en fyrirsögn tímaritsins var: Hengjum hann.

Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og varðar fjórtán ára fangelsisvist. BBC greinir frá því að David hafi verið skotinn í höfuðið á heimili sínu en hann lést á leiðinni á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×