Bestu kylfingar heims verða saman í ráshóp í Miami Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2011 14:10 Tiger Woods verður í ráshóp með Phil Mickelson og Graeme McDowell fyrstu tvo keppnisdagana á heimsmótinu í Miami. AP Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum" á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum. Engin breyting verður á því þegar heimsmótið hefst í Miami á fimmtudag þar sem að Tiger Woods, Phil Mickelson verða saman í ráshóp ásamt Norður-Íranum Graeme McDowell sem er 4. sæti heimslistans. Woods er í fimmta sæti heimslistans og Mickelson er í því sjötta. Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana, Þjóðverjinn Martin Kaymer er efstur á heimslistanum, Lee Westwood frá Englandi er annar í röðinni og landi hans Luke Donald er þriðji. Donald sigraði á síðasta heimsmóti, sem var holukeppni, og fór fram í Arizona fyrir tveimur vikum. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum" á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum. Engin breyting verður á því þegar heimsmótið hefst í Miami á fimmtudag þar sem að Tiger Woods, Phil Mickelson verða saman í ráshóp ásamt Norður-Íranum Graeme McDowell sem er 4. sæti heimslistans. Woods er í fimmta sæti heimslistans og Mickelson er í því sjötta. Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana, Þjóðverjinn Martin Kaymer er efstur á heimslistanum, Lee Westwood frá Englandi er annar í röðinni og landi hans Luke Donald er þriðji. Donald sigraði á síðasta heimsmóti, sem var holukeppni, og fór fram í Arizona fyrir tveimur vikum.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira