Úrslit Íslensku tónlistarverðlaunanna 9. mars 2011 07:00 Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Fréttablaðið/Vilhelm Íslensku tónlistarverðlaunin dreifðust á margar hendur þegar þau voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki, Go, sem kom út við góðar undirtektir í fyrra. Stutt er síðan sama plata var valin besta norræna plata ársins við hátíðlega athöfn í Noregi. „Hamingjan er hér“ með Jónasi Sigurðssyni var kjörið lag ársins. Þau naut mikilla vinsælda á síðasta ári en það kom út á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað. Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur átt góða endurkomu að undanförnu, var valinn textahöfundur ársins fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út fyrir jólin. Hann var tilnefndur til þrennra verðlauna og voru það fyrstu tilnefningar hans á löngum ferli. Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins og bar hún þar sigurorð af köppum á borð við Jónsa, Bjartmar og Skúla Sverrisson. Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins fyrir tónleika sína á Listahátíð og óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hann þykir einn efnilegasti trompetleikari sem komið hefur fram um árabil. Þá fékk hönnuðurinn Sigurður Eggertsson verðlaun fyrir umslag ársins við plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet, auk þess sem Jóel Pálsson átti hljómplötu ársins í djassflokki, Horn. Heiðursverðlaunahafi ársins, Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur tók við viðurkenningu sinni og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistarflutningi. freyr@frettabladid.is Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin dreifðust á margar hendur þegar þau voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki, Go, sem kom út við góðar undirtektir í fyrra. Stutt er síðan sama plata var valin besta norræna plata ársins við hátíðlega athöfn í Noregi. „Hamingjan er hér“ með Jónasi Sigurðssyni var kjörið lag ársins. Þau naut mikilla vinsælda á síðasta ári en það kom út á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað. Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur átt góða endurkomu að undanförnu, var valinn textahöfundur ársins fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út fyrir jólin. Hann var tilnefndur til þrennra verðlauna og voru það fyrstu tilnefningar hans á löngum ferli. Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins og bar hún þar sigurorð af köppum á borð við Jónsa, Bjartmar og Skúla Sverrisson. Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins fyrir tónleika sína á Listahátíð og óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hann þykir einn efnilegasti trompetleikari sem komið hefur fram um árabil. Þá fékk hönnuðurinn Sigurður Eggertsson verðlaun fyrir umslag ársins við plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet, auk þess sem Jóel Pálsson átti hljómplötu ársins í djassflokki, Horn. Heiðursverðlaunahafi ársins, Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur tók við viðurkenningu sinni og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistarflutningi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira