Woods baðst afsökunar á því að hafa hrækt á flötina í Dubai Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2011 18:15 Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu" flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Bandaríski kylfingurinn hefur nú beðist afsökunar en það gerði hann á Twitter samskipta síðunni en hann þarf að greiða sekt fyrir atvikið. Woods ætti að hafa efni á því en sektin er á bilinu 50.000 kr - 1,8 milljónir kr. Hinn 35 ára gamli Woods fékk um 340 milljónir kr. fyrir það eitt að taka þátt á mótinu og sektin er því ekki að setja heimilisbókhaldið úr skorðum hjá kylfingnum. Mjög strangt er tekið á slíku athæfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þeir sem hrækja á götum úti geta átt von á sekt upp á 100 pund eða um 18.000 kr. Þess má geta að Woods endaði í 20. sæti á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum. Hann fékk um 3 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur. Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu" flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Bandaríski kylfingurinn hefur nú beðist afsökunar en það gerði hann á Twitter samskipta síðunni en hann þarf að greiða sekt fyrir atvikið. Woods ætti að hafa efni á því en sektin er á bilinu 50.000 kr - 1,8 milljónir kr. Hinn 35 ára gamli Woods fékk um 340 milljónir kr. fyrir það eitt að taka þátt á mótinu og sektin er því ekki að setja heimilisbókhaldið úr skorðum hjá kylfingnum. Mjög strangt er tekið á slíku athæfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þeir sem hrækja á götum úti geta átt von á sekt upp á 100 pund eða um 18.000 kr. Þess má geta að Woods endaði í 20. sæti á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum. Hann fékk um 3 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur.
Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira