Erlent

Þingið slökkti á sparperunni

Óli Tynes skrifar
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafnaði því í gær að fella úr gildi samþykkt um að taka glóðarperur úr umferð í staðinn fyrir sparperur. Að vísu greiddi meirihluti atkvæði með glóðarperunum en ekki með þeim tveggja þriðju meirihluta sem til þurfti. Það voru að vonum repúblikanar sem vildu sparperurnar feigar en þeir hafa meirihluta í fulltrúadeildinni.

Í rökstuðningi þeirra kom meðal annars fram sú skoðun að það sé fullkomlega óeðlilegt að alríkisstjórnin sé að ráðskast með hverskonar ljósaperur fólk noti á heimilum sínum. Óvíst er þó um endanleg úrslit í perumálinu þar sem það á eftir að fara í gegnum öldungadeildina þar sem demókratar eru í meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×