Erlent

Færri fangar dópa í sænskum fangelsum

Dregið hefur verulega úr fíkniefnanotkun meðal sænskra fanga.
Dregið hefur verulega úr fíkniefnanotkun meðal sænskra fanga. Mynd úr safni
Dregið hefur verulega úr fíkniefnanotkun meðal sænskra fanga. Þetta sýnir ný könnun þarlendra fangelsismálayfirvalda en um reglubundna könnun er að ræða þar sem þvagsýni fanga er greint. Í ljós kom að 1,3% af rúmlega 700 föngum höfðu neytt fíkniefna, flestir kannabisefna.

Yfirmaður fangelsismálastofnunar segir betra eftirlit og aukin meðferðarúrræði skýra hina jákvæðu þróun, en um leið tekur hann fram að ómögulegt verði að koma alfarið í veg fyrir notkun fíkniefna innan múra fangelsana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×