Erlent

Brotlenti með 163 manns innanborðs

Farþegaflugvélin er í eigu Caribbean Airlines.
Farþegaflugvélin er í eigu Caribbean Airlines.
Farþegaflugvél með 163 manns innanborðs brotlenti og brotnaði í tvennt á alþjóðaflugvellinum í höfuðborg Gvæjana í morgun. Allir sem voru um borð í vélinni komust lífs af en nokkrir eru slasaðir. Gvæjana er í Suður-Ameríku og á meðal annars landamæra að Venúsúela og Brasilíu.

Um var að ræða farþegaflugvél að gerðinni Boeing 737-800 í eigu Caribbean Airlines. Hún var að koma frá New York. Bharrat Jagdeo, forseti Gvæjana, segir að litlu hafi mátt muna þar sem brak flugvélarinnar stöðvaðist nærri brún 61 metra hás gljúfurs í grennd við flugvöllinn. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×