Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi 30. júlí 2011 07:00 Við minningarathöfn í gær. Forseti norska þingsins, Dag Terje Andersen, ásamt leiðtogum jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum, Helle Thorning-Schmidt frá Danmörku, Haakan Juholt frá Svíþjóð, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Mikael Jungner frá Finnlandi. Mynd/AP Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Norðmenn minntust þess í gær að vika var liðin frá hryðjuverkunum sem urðu 77 manns að bana í Útey og í miðborg Óslóar. Verkamannaflokkurinn stóð fyrir minningarathöfn um hina látnu og töluðu bæði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingar flokksins, í minningarathöfninni. „Vika er liðin frá því að illskan réðst á okkur," sagði Stoltenberg við minningarathöfnina. Leiðtogum jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum var boðið og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra meðal annars þátt í athöfninni. Minningarathöfn var einnig haldin í einni af moskum Óslóar og Stoltenberg hélt einnig ræðu þar. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á sameinaðan Noreg. „Við verðum eitt samfélag. Þvert á trúarbrögð, uppruna, kyn og stöðu." Hann sagði að hinir látnu yrðu heiðraðir með því að virða trú annarra og leyfa fjölbreytninni að blómstra. Fyrstu fórnarlömb árásanna voru borin til grafar í gær og minntist Stoltenberg þeirra sérstaklega. Hin átján ára gamla Bano Rashid og hinn nítján ára Ismail Haji Ahmed voru bæði skotin til bana í Útey. Breivik var fluttur úr fangelsi í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Fram að því hafði hann aðeins verið yfirheyrður í sjö klukkustundir í síðustu viku. Lögreglan sagði margar nýjar upplýsingar komnar fram í dagsljósið. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Norðmenn minntust þess í gær að vika var liðin frá hryðjuverkunum sem urðu 77 manns að bana í Útey og í miðborg Óslóar. Verkamannaflokkurinn stóð fyrir minningarathöfn um hina látnu og töluðu bæði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingar flokksins, í minningarathöfninni. „Vika er liðin frá því að illskan réðst á okkur," sagði Stoltenberg við minningarathöfnina. Leiðtogum jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum var boðið og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra meðal annars þátt í athöfninni. Minningarathöfn var einnig haldin í einni af moskum Óslóar og Stoltenberg hélt einnig ræðu þar. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á sameinaðan Noreg. „Við verðum eitt samfélag. Þvert á trúarbrögð, uppruna, kyn og stöðu." Hann sagði að hinir látnu yrðu heiðraðir með því að virða trú annarra og leyfa fjölbreytninni að blómstra. Fyrstu fórnarlömb árásanna voru borin til grafar í gær og minntist Stoltenberg þeirra sérstaklega. Hin átján ára gamla Bano Rashid og hinn nítján ára Ismail Haji Ahmed voru bæði skotin til bana í Útey. Breivik var fluttur úr fangelsi í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Fram að því hafði hann aðeins verið yfirheyrður í sjö klukkustundir í síðustu viku. Lögreglan sagði margar nýjar upplýsingar komnar fram í dagsljósið. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira