Erlent

Fjölmenn mótmæli í Kaíró

Tahir torgi í febrúar. Mótmælin í gær eru talin þau fjölmennustu síðan Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum.
Tahir torgi í febrúar. Mótmælin í gær eru talin þau fjölmennustu síðan Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum. Mynd/AFP
Hópur Salafista, öfgasinnaðra Múslima, réðst inn á Tahir torg í Kaíró í gær þar sem tugir þúsunda mótmæltu. Sunnan höfuðborgarinnar var skotið á bíl sem í voru kristnir menn og létust tveir. Ekki er vitað hvað byssumanninum gekk til en talið er að ódæðisverkið hafi tengst mótmælunum á Tahir torgi.

Mótmælin eru talin þau fjölmennustu síðan fyrrverandi forseti Egyptalands, Hosni Mubarak, hrökklaðist frá völdum. Salafistar töluðu fyrir öfgakenndum og íhaldssömum lögum islam, en umdeildar úthrópanir voru bannaðar í mótmælunum.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×