Erlent

Boðað til kosninga á Spáni

José Luis Rodríguez Zapatero sækist ekki eftir endurkjöri.
José Luis Rodríguez Zapatero sækist ekki eftir endurkjöri. Nordicphotos/AFP
Forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, hefur boðað til þingkosninga í nóvember, fjórum mánuðum fyrr en búist var við. Zapatero sagði snemmbúnar kosningar gera nýrri ríkisstjórn kleift að takast á við efnahagsvandamál landsins frá og með janúar.

Zapatero sækist ekki eftir þriðja kjörtímabilinu sem forsætisráðherra og mun hætta á þingi eftir kosningar. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíalistaflokkurinn, flokkur Zapatero, undir forystu innanríkisráðherrans, Alfredo Perez Rubalcaba, muni tapa kosningunum.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×