Lífið

Átti að vera hörð við stelpurnar

Jóhanna Björg Christensen fékk það verkefni að vera hörð við stelpurnar í Holland´s Next Topmodel þegar hún hitti þær.
Jóhanna Björg Christensen fékk það verkefni að vera hörð við stelpurnar í Holland´s Next Topmodel þegar hún hitti þær. Mynd/HAG
„Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir Jóhanna Björg Christensen þáttastjórnandi og ritstjóri Nude Magazine.  Hún, ásamt samstarfskonu sinni Ernu Bergmann, tóku þátt í sjónvarpsþættinum Holland"s Next Topmodel.

„Framleiðendurnir höfðu samband við mig og spurði hvort við værum til í að vinna með þeim í einni þrautinni sem lögð var fyrir stúlkurnar í ferðinni,“ segir Jóhanna og á fimmtudaginn hitti hún og Erna stúlkurnar á Kex Hostel. „Þrautin var að þær komu í eins konar prufu til okkar, ein í einu. Við áttum að spyrja þær spjörunum úr. Svo fær sú sem vinnur þessa þraut að prýða forsíðu næsta tölublaðs Nude.“

Jóhanna og Erna fengu þær leiðbeiningar frá framleiðendum þáttanna að vera harðar við stúlkurnar. „Við áttum að reyna að setja þær út af laginu og fengum að vita hvar veiku punktarnir væru. Við fengum smá móral eftirá og langaði mest að knúsa þær,“ segir Jóhanna en stúlkurnar eru á aldrinum 16-21.

„Þrjú tökulið eltu þær út um allt og greinilegt að verið væri að gera raunveruleikasjónvarp. Maður fékk innsýn inn í alla dramatíkina sem á sér stað innbyrðis í hópnum en hún var töluverð og okkur var sagt að spyrja út í það líka,“ segir Jóhanna sem hefur sinn grun um hvaða stúlka verður valin næsta ofurfyrirsæta Hollands. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×