Innlent

Skaupið í beittari kantinum

Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson Mynd/Anton Brink
„Mér fannst hann og aðrir leikarar standa sig ljómandi vel," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem kom nokkrum sinnum fyrir í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Líkt og á síðasta ári var það Steinn Ármann Magnússon sem túlkaði Ólaf. „Mér fannst Skaupið nokkuð gott. Það var í beittari kantinum en mér finnst ekkert af því."

Ólafur segist hafa skemmt sér vel yfir Áramótaskaupinu. „Það er ekki nýtt að manni bregði fyrir í Skaupinu en þessu var nú bara tekið frekar létt," segir Ólafur á léttum nóttum aðspurður um viðbrögð fjölskyldunnar.


Tengdar fréttir

Ráðherra um Skaupið: Gunnar Helgason betri en ég

„Mér fannst hann gera þetta vel og fólk sagði við mig að hann hefði jafnvel leikið mig enn betur en ég sjálfur. Það er alltaf gaman," segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um Áramótaskaupið. Í því brá Jóni ítrekað fyrir en það var Gunnar Helgason sem lék ráðherrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×