Innlent

Stjórnlagaþingmaður sendir forsetanum sneið

Illugi Jökulsson.
Illugi Jökulsson.
Illugi Jökulsson, stjórnlagaþingmaður, segir að hvorki stjórnmálamenn, forsetar né aðrir eigi að reyna að eigna sér stjórnlagaþingið eða veita því ráðgjöf. Vísar Illugi þar til nýársávarps Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem fjallaði meðal annars um stjórnlagaþingið. Ólafur Ragnar sagði brýnt að allir þeir sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið hafi í huga líkt og forsetinn og alþingismenn að þeir væru þjónar þjóðarinnar og að það væri almenningur í landinu sem færi með æðsta valdið. „Stjórnarskrá er ekki bara safn reglna, lýsing á formi. Hún er fyrst og fremst sáttmáli þjóðar við sjálfa sig," sagði forsetinn ennfremur.

Eftir ávarpaði skrifaði Illugi eftirfarandi á Facebook síðu sína: „Með tilhlýðilegri virðingu: Hvorki stjórnmálamenn, forsetar né aðrir ættu að reyna að eigna sér stjórnlagaþingið fyrirfram, né "ráðleggja" því eitthvað að ráði. Stjórnmálamenn og forsetar hafa haft áratugi til að smíða nýja stjórnarskrá og ævinlega klúðrað því verkefni. Svo við stjórnlagaþingmenn og þjóðin sjálf skulum sjá um þetta óstudd, takk."

Fjölmargir eru sáttir við skrifin þar á meðal Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.

Stjórnlagaþingið kemur saman í febrúar.




Tengdar fréttir

Forseti Íslands: Útrýmum biðröðum eftir mat

„Efnahagskreppan, hrunið sem við nefnum svo, hefur þrengt svo að þúsundum Íslendinga að í viku hverri bíður fjöldi í röðum eftir matargjöfum. Fátækt hefur að vísu fylgt okkur lengi en nú hefur fjárhagsvandi margra, biðraðirnar eftir mat, orðið að smánarbletti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í nýársávarpi sínu þar sem hann beindi meðal annars athyglinni að fátækt hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×