Lítil rök fyrir Íbúðalánasjóði 27. maí 2011 18:54 „Það eru lítil rök fyrir því að reka Íbúðalánasjóð ef hann getur ekki mætt fólki í vanda með sama hætti og fyrirtæki á markaði," segir efnahags- og viðskiptaráðherra. Engin áform eru samt uppi um að sjóðurinn veiti sömu úrræði vegna fasteignalána og Landsbankinn þótt báðir séu í eigu ríkisins. Landsbankinn ætlar að víkka út gildandi reglur um niðurfærslu fasteignalána. Bankinn hyggst lækka veðskuldir sem hvíla á íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga umfram 110% af fasteignamati, en þessi úrræði voru kynnt í gær. Þetta er ólíkt því sem gildir hjá Íbúðalánasjóði, sem einnig er í eigu ríkisins, en þar er miðað við markaðsverðmæti fasteignar, sem er yfirleitt umtalsvert hærra en matsverð. Þá ætlar Landsbankinn að endurgreiða 20% af öllum vöxtum sem greiddir voru á tímabilinu 31. desember 2008 til 30. apríl 2011 og undir þetta falla m.a. fasteignalán. Landsbankinn er því að ganga töluvert lengra en Íbúðalánasjóður og hinir viðskiptabankarnir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi hvort sama yrði uppi á teningnum hjá Íbúðalánasjóði. „Varðandi Íbúðalánasjóð þá stendur hann ekki vel. Hann fór eins langt og hann gat þegar við fórum í þessa 110% leið sem ég held að sé að skila mörgum mjög miklu. Ég held að það sé tæpast á hann leggjandi að fara lengra í því máli," segir Jóhanna. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fagnar áformum Landsbankans en kallar eftir svipuðum úrræðum frá Íbúðalánasjóði. „Það er auðvitað bara gott að fjármálastofnanir gangi fram og nýti það svigrúm sem þær telja sig hafa til þess að mæta fólki í skuldavanda. Það er síðan sjálfstætt úrlausnarefni hvernig tekið verður á málefnum Íbúðalánasjóðs. Hann verður auðvitað að geta starfað með sama hætti. Það eru lítil rök fyrir að hafa ríkisrekinn íbúðalánasjóð ef hann getur ekki staðið undir því að mæta fólki í vanda með sambærilegum hætti og fyrirtæki á markaði," segir Árni Páll. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það eru lítil rök fyrir því að reka Íbúðalánasjóð ef hann getur ekki mætt fólki í vanda með sama hætti og fyrirtæki á markaði," segir efnahags- og viðskiptaráðherra. Engin áform eru samt uppi um að sjóðurinn veiti sömu úrræði vegna fasteignalána og Landsbankinn þótt báðir séu í eigu ríkisins. Landsbankinn ætlar að víkka út gildandi reglur um niðurfærslu fasteignalána. Bankinn hyggst lækka veðskuldir sem hvíla á íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga umfram 110% af fasteignamati, en þessi úrræði voru kynnt í gær. Þetta er ólíkt því sem gildir hjá Íbúðalánasjóði, sem einnig er í eigu ríkisins, en þar er miðað við markaðsverðmæti fasteignar, sem er yfirleitt umtalsvert hærra en matsverð. Þá ætlar Landsbankinn að endurgreiða 20% af öllum vöxtum sem greiddir voru á tímabilinu 31. desember 2008 til 30. apríl 2011 og undir þetta falla m.a. fasteignalán. Landsbankinn er því að ganga töluvert lengra en Íbúðalánasjóður og hinir viðskiptabankarnir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi hvort sama yrði uppi á teningnum hjá Íbúðalánasjóði. „Varðandi Íbúðalánasjóð þá stendur hann ekki vel. Hann fór eins langt og hann gat þegar við fórum í þessa 110% leið sem ég held að sé að skila mörgum mjög miklu. Ég held að það sé tæpast á hann leggjandi að fara lengra í því máli," segir Jóhanna. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fagnar áformum Landsbankans en kallar eftir svipuðum úrræðum frá Íbúðalánasjóði. „Það er auðvitað bara gott að fjármálastofnanir gangi fram og nýti það svigrúm sem þær telja sig hafa til þess að mæta fólki í skuldavanda. Það er síðan sjálfstætt úrlausnarefni hvernig tekið verður á málefnum Íbúðalánasjóðs. Hann verður auðvitað að geta starfað með sama hætti. Það eru lítil rök fyrir að hafa ríkisrekinn íbúðalánasjóð ef hann getur ekki staðið undir því að mæta fólki í vanda með sambærilegum hætti og fyrirtæki á markaði," segir Árni Páll.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira