Túnin verr farin en menn bjuggust við 27. maí 2011 07:00 Gosið á síðustu metrunum. Ástandið á túnum austan Kirkjubæjarklausturs er krítískt og útlit fyrir heyskap svartara en vonast var til. Fjárdauði ekki óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. Hreinsunarstarf hafið af krafti. „Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira