Á annað hundrað stofnfjáreigenda bíður eftir svörum Helga Arnardóttir skrifar 22. janúar 2011 19:26 Hróbjartur Jónatansson er lögmaður eins stofnfjáreigandans sem var sýknaður. Mynd/ E. Ól. Á annað hundrað stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings sem skulda á þriðja milljað króna bíða nú milli vonar og ótta eftir svörum um hvort dómar héraðsdóms í stofnfjármálum í gær, hafi fordæmisgildi í málum þeirra. Ljóst er að margir horfa til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í prófmálum Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðurlands. Þar voru stofnfjáreigendur sýknaðir af greiðslukröfu bankans. Í dóminum er Glitnir gagnrýndur fyrir villandi upplýsingagjöf og skeytingarleysi. Hróbjartur Jónatansson lögmaður eins stofnfjáreigandans sem var sýknaður telur dóminn hafa fordæmisgildi. En það er fjöldi fólks til viðbótar sem er í samskonar sporum og stofnfjáreigendur Byrs og Sparisjóðs Norðurlands voru í. Á bilinu 150 til 200 Stofnfjárhafar í gamla Sparisjóði Húnaþings og Stranda skulda nú samtals á þriðja milljarð króna vegna stofnfjárkaupa í sjóðnum haustið 2007. Algeng skuld á íbúa er 15-25 milljónir króna sem fengnar voru að láni hjá Landsbankanum og Sparisjóði Keflavíkur. Reimar Marteinsson formaður samtaka þeirra stofnfjárhafa segir menn halda í vonina. „Við horfum frekar jákvæðum augum á þessa dóma en það á eftir að koma í ljós hvort þeir endi svona en í fljótu bragði geta þessir dómar hugsanlega heimfærst yfir á aðra stofnfjárhafa í Sparisjóði Húnaþings. Okkar lögmenn eru að vinna í þessum málum," segir Reimar. Það virðist sem kynningin á þessum málum sé mjög áþekk innan sparisjóðanna og það er sýnist mér dómarnir vera að setja út á. Að bankarnir hafi ekki sinnt rækilega þeirri upplýsingaskyldu til stofnfjárhafanna. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Á annað hundrað stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings sem skulda á þriðja milljað króna bíða nú milli vonar og ótta eftir svörum um hvort dómar héraðsdóms í stofnfjármálum í gær, hafi fordæmisgildi í málum þeirra. Ljóst er að margir horfa til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í prófmálum Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðurlands. Þar voru stofnfjáreigendur sýknaðir af greiðslukröfu bankans. Í dóminum er Glitnir gagnrýndur fyrir villandi upplýsingagjöf og skeytingarleysi. Hróbjartur Jónatansson lögmaður eins stofnfjáreigandans sem var sýknaður telur dóminn hafa fordæmisgildi. En það er fjöldi fólks til viðbótar sem er í samskonar sporum og stofnfjáreigendur Byrs og Sparisjóðs Norðurlands voru í. Á bilinu 150 til 200 Stofnfjárhafar í gamla Sparisjóði Húnaþings og Stranda skulda nú samtals á þriðja milljarð króna vegna stofnfjárkaupa í sjóðnum haustið 2007. Algeng skuld á íbúa er 15-25 milljónir króna sem fengnar voru að láni hjá Landsbankanum og Sparisjóði Keflavíkur. Reimar Marteinsson formaður samtaka þeirra stofnfjárhafa segir menn halda í vonina. „Við horfum frekar jákvæðum augum á þessa dóma en það á eftir að koma í ljós hvort þeir endi svona en í fljótu bragði geta þessir dómar hugsanlega heimfærst yfir á aðra stofnfjárhafa í Sparisjóði Húnaþings. Okkar lögmenn eru að vinna í þessum málum," segir Reimar. Það virðist sem kynningin á þessum málum sé mjög áþekk innan sparisjóðanna og það er sýnist mér dómarnir vera að setja út á. Að bankarnir hafi ekki sinnt rækilega þeirri upplýsingaskyldu til stofnfjárhafanna.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira