Fótbolti

Dýrustu sætin á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kosta 800.000 kr.

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á hinum glæsilega Wembley leikvangi í London í maí.
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á hinum glæsilega Wembley leikvangi í London í maí. Nordic Photos/Getty Images

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á hinum glæsilega Wembley leikvangi í London í maí og þar hafa mörg fyrirtæki og einstaklingar leigt glæsilega aðstöðu í þeim 163 lúxus áhorfendaboxum sem eru til staðar á Wembley. Þeir aðilar sem eru með þessi lúxus áhorfendastæði á leigu allt árið þurfa hinsvegar að greiða sérstaklega ef þeir ætla sér að nýta þessa aðstöðu á úrslitaleiknum og UEFA hefur ákveðið að hvert sæti kosti um 800.000 kr.

Að öllu jöfnu er pláss fyrir 20 áhorfendur við þessi lúxusglerhýsi og það kostar því um 15 milljónir kr. að taka eitt slíkt „box" á leigu.

UEFA mun hefja miðasölu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í dag en leikurinn fer fram 28. maí. Almennt miðaverðið er á bilinu 28.000 kr. - 57.000 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×