Fótbolti

Emilía hættir ekki að skora

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emilía Kiær var á skotskónum eins og svo oft áður.
Emilía Kiær var á skotskónum eins og svo oft áður. FC Nordsjælland

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Nordsjælland á HB Köge í dönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Emelía Óskarsdóttir var ekki í leikmannahóp HK Köge.

Emilía Kiær skoraði eitt mark í fyrstu umferð deildarinnar þegar ríkjandi Danmerkur- og bikarmeistarar Nordsjælland unnu 4-0 sigur á Kolding í 1. umferð.

Liðið lenti hins vegar undir í Köge í dag en undir lok fyrri hálfleiks fékk Rebeka Winther beint rautt spjald í liði Köge og gaf það gestunum byr undir báða vængi.

Emilía Kiær jafnaði metin á 59. mínútu og gulltryggði svo sigurinn sjö mínútum síðar. Lokatölur 2-1 meisturunum í vil sem hafa nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu.

Hin 19 ára gamla Emilía Kiær hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd og verða þeir án efa fleiri á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×