Stefán Teitur fær þriðja þjálfarann í jafn mörgum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 13:31 Stefán Teitur ræðir við dómara leiks Swansea City og Preston North End. Ian Cook/Getty Images Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston Nord End steinlágu gegn Swansea City í ensku B-deildinni í gær. Í kjölfarið sagði Mike Marsh upp störfum en hann hafði tímabundið verið ráðinn þjálfari liðsins eftir að Ryan Lowe sagði upp eftir fyrsta leik tímabilsins. Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar eftir gott tímabil með Silkeborg í Danmörku á síðustu leiktíð. Það verður seint sagt að vera hans á Englandi byrji vel en Preston virðist ófært um að finna þjálfara sem helst í starfi. Eftir fyrsta leik tímabilsins ákvað Ryan Lowe að stíga til hliðar en hann hafði stýrt liðinu síðan í desember 2021. Liðið lá gegn Sheffield United í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og því taldi Lowe það eina rétta í stöðunni að segja upp. Liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum á síðustu leiktíð og var því tæknilega séð í frjálsu falli þó nýtt tímabil væri nýhafið. Mike Marsh tók tímabundið við liðinu en það gekk ekki betur en svo að liðið steinlá gegn Swansea í Suður-Wales í gær, laugardag. Í kjölfar ósigursins ákvað Mike að segja starfi sínu lausu og því er Preston enn á ný í leit að þjálfara þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins tveggja leikja gamalt. 📝 Club Update | Mike Marsh#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) August 17, 2024 Skagamaðurinn hefði getað óskað sér betri byrjunar hjá nýju liði en Lowe vildi ólmur fá hann til liðs við sig í sumar. Nú er bara að bíða og vona að nýr þjálfari liðsins sé einnig hrifinn af leikstíl þessa 25 ára gamla Skagamanns. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar eftir gott tímabil með Silkeborg í Danmörku á síðustu leiktíð. Það verður seint sagt að vera hans á Englandi byrji vel en Preston virðist ófært um að finna þjálfara sem helst í starfi. Eftir fyrsta leik tímabilsins ákvað Ryan Lowe að stíga til hliðar en hann hafði stýrt liðinu síðan í desember 2021. Liðið lá gegn Sheffield United í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og því taldi Lowe það eina rétta í stöðunni að segja upp. Liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum á síðustu leiktíð og var því tæknilega séð í frjálsu falli þó nýtt tímabil væri nýhafið. Mike Marsh tók tímabundið við liðinu en það gekk ekki betur en svo að liðið steinlá gegn Swansea í Suður-Wales í gær, laugardag. Í kjölfar ósigursins ákvað Mike að segja starfi sínu lausu og því er Preston enn á ný í leit að þjálfara þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins tveggja leikja gamalt. 📝 Club Update | Mike Marsh#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) August 17, 2024 Skagamaðurinn hefði getað óskað sér betri byrjunar hjá nýju liði en Lowe vildi ólmur fá hann til liðs við sig í sumar. Nú er bara að bíða og vona að nýr þjálfari liðsins sé einnig hrifinn af leikstíl þessa 25 ára gamla Skagamanns.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Sjá meira