Einar Þorsteinsson, forstjóri járnblendiverksmiðjunnar Elkem Ísland á Grundartanga, hefur sent öllum þingmönnum, bæjarfulltrúum og formanni Verkalýðsfélags Akraness, póst þar sem skýrt er kveðið á um að verði nýr svokallaður kolefnisskattur að veruleika þá muni það þýða endalok starfsemi verksmiðjunnar.
Frá þessu er greint á vef Verkalýðsfélags Akraness. Í fyrrnefndum pósti segir m.a. annars, samkvæmt frétt á vef Verkalýðsfélagsins:
"Miðað við framleiðsluáætlanir Elkem Ísland ehf mun fyrirhuguð álagning kolefnisgjalds sem lögð verður á félagið verða um.þ.b. 430.000.000 kr árið 2013, 645.000.000 kr árið 2014 og 860.000.000 kr. árið 2015. Fyrirhugað kolefnisgjald verður því meira en tvöfalt hærra upphæð en meðal hagnaður fyrirtækisins undanfarin tíu ár. Má því vera ljóst að allar forsendur fyrir frekari rekstri Elkem Ísland ehf. í framtíðinni verða gerðar að engu, en fyrirtækið hefur verið ein af megin stoðum atvinnulífs á Vesturlandi í rúmlega 30 ár."
Sjá umfjöllun á vef Verkalýðsfélags Akraness hér.
Viðskipti innlent