Erlent

Neyðarfundur vegna stjórnarkreppu í Írlandi

Brian Cowen boðaðið til neyðarfundarins sem haldinn verður í dag
Brian Cowen boðaðið til neyðarfundarins sem haldinn verður í dag
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, hefur boðað til neyðarfundar í dag með forystumönnum stærstu stjórnmálaflokkanna þar í landi.

Stjórnarkreppa ríkir á Írlandi eftir að Græningjar sögðu sig frá stjórnarsamstarfinu í gær og óljóst hvort að umdeilt fjárlagafrumvarp verði samþykkt á írska þinginu. Frumvarpið er forsenda þess að Írar fái áttatíu og fimm millljarða evru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Græningjar segjast vera tilbúnir að styðja frumvarpið en með þeim skilyrðum að afgreiðslu þess verði flýtt og boðað til kosninga strax í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×