Fótbolti

Sömu átján í hópnum gegn Búlgaríu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sandra María er í hópnum sem floginn er til Búlgaríu.
Sandra María er í hópnum sem floginn er til Búlgaríu. Mynd / Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt í morgun til Búlgaríu þar sem liðið mætir heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á fimmtudaginn.

Þeir átján leikmenn sem voru á skýrslu íslenska liðsins flugu til Búlgaríu. Skýrsluna úr þeim leik má sjá hér. Nokkrir leikmenn íslenska liðsins voru á hættusvæði vegna gulra spjalda en engin var áminnt í leiknum.

Þeir leikmenn sem voru í hópnum en ferðast ekki með liðinu til Búlgaríu eru:

Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni

Hlín Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki

Mist Edvardsdóttir, Val

Rakel Logadóttir, Val

Leikur Búlgaríu og Íslands fer fram á fimmtudaginn í Lovech og hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. Sama dag takar Norðmenn á móti Norður-Írum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×