Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt í morgun til Búlgaríu þar sem liðið mætir heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á fimmtudaginn.
Þeir átján leikmenn sem voru á skýrslu íslenska liðsins flugu til Búlgaríu. Skýrsluna úr þeim leik má sjá hér. Nokkrir leikmenn íslenska liðsins voru á hættusvæði vegna gulra spjalda en engin var áminnt í leiknum.
Þeir leikmenn sem voru í hópnum en ferðast ekki með liðinu til Búlgaríu eru:
Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni
Hlín Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki
Mist Edvardsdóttir, Val
Rakel Logadóttir, Val
Leikur Búlgaríu og Íslands fer fram á fimmtudaginn í Lovech og hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. Sama dag takar Norðmenn á móti Norður-Írum.
