Innlent

Utanaðkomandi einstaklingar stýri kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi vill að utanaðkomandi einstaklingar verði fengnir til að stýra kosningaumfjöllum Ríkisútvarpsins til að tryggja það að hún verði hlutlaus.

Skoðanakannanir sýna að Þóra Arnórsdóttir er sá forsetaframbjóðandi sem nýtur mest fylgis en Ólafur Ragnar Grímsson kemur fast á hæla hennar. Aðrir frambjóðendur mælast hins vegar með töluvert minna fylgi.

Herdís Þorgeirsdóttir, ein þeirra, bendir á að Þóra og Ólafur hafi verið flestum landsmönnum vel kunn fyrir kosningabaráttuna. Þau hafi því ákveðið forskot á aðra frambjóðendur.

Framboð Herdísar sendi á dögunum Ríkisútvarpinu bréf þar sem óskað er eftir því að það reyni að leiðrétta þessa ójöfnu stöðu frambjóðenda. Þá eru sérstakar athugasemdir gerðar við að Þóra hafi ekki látið að störfum hjá Ríkisútvarpinu þegar hún ræddi hugsanlegt framboð við Pressuna í byrjun árs.

„Þarna situr þessi frambjóðandi í þrjá mánuði í skjóli Kastljóss og Útsvars sem eru tveir mjög vinsælir sjónvarpsþættir," segir Herdís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×