Di Matteo rekinn frá Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2012 09:15 Roberto Di Matteo í síðasta leiknum í gær. Mynd/AP Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi. Roberto Di Matteo tók við Chelsea af André Villas-Boas í byrjun mars en hann hafði áður verið aðstoðarmaður Portúgalans. Chelsea gerði flotta hluti undir hans stjórn síðustu mánuði tímabilsins og vann bæði Meistaradeildina og enska bikarinn. Chelsea byrjaði líka þetta tímabil mjög vel en síðan fór allt að ganga á afturfótunum og liðið hefur aðeins náð að vinna 2 af síðustu 8 leikjum sínum í öllum keppnum. Tapið á mótið Juve í gær setur liðið í slæma stöðu fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og Chelsea gæti þar með orðið fyrsta meistaraliðið sem kemst ekki upp úr sínum riðli í titilvörninni. Yfirlýsingin frá ChelseaKnattspyrnufélagið Chelsea lauk í morgun samstarfi sínu við knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo Frammistaða liðsins að undanförnu og úrslit hafa ekki staðið undir væntingum og eigandinn auk stjórnarinnar taldi að breytinga væri þörf til að stýra skipinu í rétta átt á þeim mikilvæga hluta tímabilsins sem nú fer í hönd. Félagið á erfitt verkefni fyrir höndum að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildar ásamt því að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum ásamt því að keppa í þremur öðrum bikarkeppnum. Markmið okkar er að vera eins samkeppnishæfir og mögulegt er og berjast um titla á öllum vígstöðvum. Eigandinn og stjórnin vill þakka Roberto fyrir allt sem hann hefur gert í þágu félagsins frá því hann tók við stjórastöðunni í mars. Roberto stýrði liðinu til sögulegs sigurs í Meistaradeildinni og gerði liðið að enskum bikarmeistara í sjöunda skipti. Við munum aldrei gleyma hans mikla framlags til sögu félagsins og hann verður alltaf velkominn á Stamford Bridge. Félagið mun fljótlega senda út fréttatilkynningu hvað varðar nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi. Roberto Di Matteo tók við Chelsea af André Villas-Boas í byrjun mars en hann hafði áður verið aðstoðarmaður Portúgalans. Chelsea gerði flotta hluti undir hans stjórn síðustu mánuði tímabilsins og vann bæði Meistaradeildina og enska bikarinn. Chelsea byrjaði líka þetta tímabil mjög vel en síðan fór allt að ganga á afturfótunum og liðið hefur aðeins náð að vinna 2 af síðustu 8 leikjum sínum í öllum keppnum. Tapið á mótið Juve í gær setur liðið í slæma stöðu fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og Chelsea gæti þar með orðið fyrsta meistaraliðið sem kemst ekki upp úr sínum riðli í titilvörninni. Yfirlýsingin frá ChelseaKnattspyrnufélagið Chelsea lauk í morgun samstarfi sínu við knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo Frammistaða liðsins að undanförnu og úrslit hafa ekki staðið undir væntingum og eigandinn auk stjórnarinnar taldi að breytinga væri þörf til að stýra skipinu í rétta átt á þeim mikilvæga hluta tímabilsins sem nú fer í hönd. Félagið á erfitt verkefni fyrir höndum að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildar ásamt því að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum ásamt því að keppa í þremur öðrum bikarkeppnum. Markmið okkar er að vera eins samkeppnishæfir og mögulegt er og berjast um titla á öllum vígstöðvum. Eigandinn og stjórnin vill þakka Roberto fyrir allt sem hann hefur gert í þágu félagsins frá því hann tók við stjórastöðunni í mars. Roberto stýrði liðinu til sögulegs sigurs í Meistaradeildinni og gerði liðið að enskum bikarmeistara í sjöunda skipti. Við munum aldrei gleyma hans mikla framlags til sögu félagsins og hann verður alltaf velkominn á Stamford Bridge. Félagið mun fljótlega senda út fréttatilkynningu hvað varðar nýjan knattspyrnustjóra félagsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira