Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu ÞEB skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Mynd úr safni. Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína. „Ég fékk Árna í fangið 24. janúar og það var dásamleg stund. Hann var spurður hvort hann vissi hver þetta væri og hann sagði á tékknesku „þetta er mamma mín"." Þetta segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, sem ættleiddi soninn Árna Zdenék frá Tékklandi í byrjun ársins. Ásta Bjarney varð fyrsta einhleypa manneskjan til að ættleiða barn erlendis frá í fimm ár. Önnur einhleyp kona hefur síðan ættleitt barn frá Tógó. Þriðja konan á von á sínu barni innan skamms. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Því ákvað félagið að setja umsóknir einhleypra á hliðarlista, og á þeim fjórum árum sem þeir voru í notkun söfnuðust um þrjátíu einhleypir einstaklingar á listann, sem vildu ættleiða barn en gátu ekki hafið ferlið. Eftir að málin voru skoðuð nánar var ákveðið að leggja hliðarlistann niður og hefja ættleiðingar einhleypra á nýjan leik. Nú taka öll löndin sem félagið starfar með við umsóknum frá einhleypum með mismunandi skilyrðum. „Mér finnst þetta bara alveg rosalega ánægjulegt ferli allt saman. […] Hann var alltaf ofsalega ákveðinn í því að ég væri mamma hans og hann var greinilega búinn að bíða eftir mér." Útlit er fyrir að átján börn verði ættleidd hingað til lands á þessu ári, einu færra en í fyrra. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur ættleiðingum fækkað mikið milli ára, til að mynda fækkaði þeim um rúm 60 prósent í Noregi. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem ættleiðingar standa í stað, þótt þær séu talsvert færri en mest hefur verið. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína. „Ég fékk Árna í fangið 24. janúar og það var dásamleg stund. Hann var spurður hvort hann vissi hver þetta væri og hann sagði á tékknesku „þetta er mamma mín"." Þetta segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, sem ættleiddi soninn Árna Zdenék frá Tékklandi í byrjun ársins. Ásta Bjarney varð fyrsta einhleypa manneskjan til að ættleiða barn erlendis frá í fimm ár. Önnur einhleyp kona hefur síðan ættleitt barn frá Tógó. Þriðja konan á von á sínu barni innan skamms. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Því ákvað félagið að setja umsóknir einhleypra á hliðarlista, og á þeim fjórum árum sem þeir voru í notkun söfnuðust um þrjátíu einhleypir einstaklingar á listann, sem vildu ættleiða barn en gátu ekki hafið ferlið. Eftir að málin voru skoðuð nánar var ákveðið að leggja hliðarlistann niður og hefja ættleiðingar einhleypra á nýjan leik. Nú taka öll löndin sem félagið starfar með við umsóknum frá einhleypum með mismunandi skilyrðum. „Mér finnst þetta bara alveg rosalega ánægjulegt ferli allt saman. […] Hann var alltaf ofsalega ákveðinn í því að ég væri mamma hans og hann var greinilega búinn að bíða eftir mér." Útlit er fyrir að átján börn verði ættleidd hingað til lands á þessu ári, einu færra en í fyrra. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur ættleiðingum fækkað mikið milli ára, til að mynda fækkaði þeim um rúm 60 prósent í Noregi. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem ættleiðingar standa í stað, þótt þær séu talsvert færri en mest hefur verið.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira