Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu ÞEB skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Mynd úr safni. Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína. „Ég fékk Árna í fangið 24. janúar og það var dásamleg stund. Hann var spurður hvort hann vissi hver þetta væri og hann sagði á tékknesku „þetta er mamma mín"." Þetta segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, sem ættleiddi soninn Árna Zdenék frá Tékklandi í byrjun ársins. Ásta Bjarney varð fyrsta einhleypa manneskjan til að ættleiða barn erlendis frá í fimm ár. Önnur einhleyp kona hefur síðan ættleitt barn frá Tógó. Þriðja konan á von á sínu barni innan skamms. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Því ákvað félagið að setja umsóknir einhleypra á hliðarlista, og á þeim fjórum árum sem þeir voru í notkun söfnuðust um þrjátíu einhleypir einstaklingar á listann, sem vildu ættleiða barn en gátu ekki hafið ferlið. Eftir að málin voru skoðuð nánar var ákveðið að leggja hliðarlistann niður og hefja ættleiðingar einhleypra á nýjan leik. Nú taka öll löndin sem félagið starfar með við umsóknum frá einhleypum með mismunandi skilyrðum. „Mér finnst þetta bara alveg rosalega ánægjulegt ferli allt saman. […] Hann var alltaf ofsalega ákveðinn í því að ég væri mamma hans og hann var greinilega búinn að bíða eftir mér." Útlit er fyrir að átján börn verði ættleidd hingað til lands á þessu ári, einu færra en í fyrra. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur ættleiðingum fækkað mikið milli ára, til að mynda fækkaði þeim um rúm 60 prósent í Noregi. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem ættleiðingar standa í stað, þótt þær séu talsvert færri en mest hefur verið. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína. „Ég fékk Árna í fangið 24. janúar og það var dásamleg stund. Hann var spurður hvort hann vissi hver þetta væri og hann sagði á tékknesku „þetta er mamma mín"." Þetta segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, sem ættleiddi soninn Árna Zdenék frá Tékklandi í byrjun ársins. Ásta Bjarney varð fyrsta einhleypa manneskjan til að ættleiða barn erlendis frá í fimm ár. Önnur einhleyp kona hefur síðan ættleitt barn frá Tógó. Þriðja konan á von á sínu barni innan skamms. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Því ákvað félagið að setja umsóknir einhleypra á hliðarlista, og á þeim fjórum árum sem þeir voru í notkun söfnuðust um þrjátíu einhleypir einstaklingar á listann, sem vildu ættleiða barn en gátu ekki hafið ferlið. Eftir að málin voru skoðuð nánar var ákveðið að leggja hliðarlistann niður og hefja ættleiðingar einhleypra á nýjan leik. Nú taka öll löndin sem félagið starfar með við umsóknum frá einhleypum með mismunandi skilyrðum. „Mér finnst þetta bara alveg rosalega ánægjulegt ferli allt saman. […] Hann var alltaf ofsalega ákveðinn í því að ég væri mamma hans og hann var greinilega búinn að bíða eftir mér." Útlit er fyrir að átján börn verði ættleidd hingað til lands á þessu ári, einu færra en í fyrra. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur ættleiðingum fækkað mikið milli ára, til að mynda fækkaði þeim um rúm 60 prósent í Noregi. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem ættleiðingar standa í stað, þótt þær séu talsvert færri en mest hefur verið.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira